Auglýsingablaðið

733. TBL 27. maí 2014 kl. 13:10 - 13:10 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarkosningar 2014
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla.
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 19. maí 2014, Emilía Baldursd., ólafur Vagnsson, Níels Helgason

Framboðsfundur
Loksins, loksins. Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum  í vor. Fundurinn verður í Laugarborg miðvikudagskvöldið 28. maí og hefst kl. 20:00.   
Frambjóðendur

Kosningavaka  H-listans
Kosningavaka H-listans verður í Félagsborg frá kl. 20:00 laugardagskvöldið 31. maí.
Allir velkomnir
Fulltrúar H-listans

Vortónleikar
Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika í Laugarborg Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl:15.

Bókasafnið - Síðasti opnunardagur er í dag 28. maí
Opið verður milli kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00. Safnið opnar aftur 25. ágúst.

Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudaginn 3. júní kl. 14:00.
Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila.
óskilamunir verða á borðum í íþróttahúsinu og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Skólastjóri

Kaffi kú
Uppstigningardag: opið frá kl 13-18.  
Laugardagskvöld:  Fylgst verður með kosningunum til enda veitingar á góðu verði.

Nautakjöt í kistunni bæði ferskt og frosið.  Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.
Opnunartímar Kaffi kú:
Laugardag kl 13-00
Sunnudag kl 13-18

Opnum aftur 1. júní - Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 12:00 – 20:00.
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við höldum áfram með matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Nýjar útfærslur á kökum og konfekti í bland við þær sem hafa áður verið á boðstólum.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu, þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins; https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og  http://silva.is/  
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu

Getum við bætt efni síðunnar?