Auglýsingablaðið

735. TBL 11. júní 2014 kl. 16:58 - 16:58 Eldri-fundur

Vörsluskylda og notkun
Samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinganna að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.
Umráðamaður lands ofan fjallsgirðingar skal gæta þess að beitarálag á land sem hann hefur umráð yfir sé ekki meira en land þolir.
Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigið búfé, er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því, að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár. Sleppa skal búfé á það svæði sem heimild til þess gildir um.
óskað er eftir að tilkynningar verði sendar skriflega til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar t.d. með tölvupósti en einnig er hægt að senda rafræna tilkynningu á vef Eyjafjarðarsveitar með því að velja stjórnsýslu og síðan eyðublöð á vinstri hluta heimasíðunnar.
Sveitarstjóri


Kortasjá með landupplýsingum

á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar er kortasjá með landupplýsingum hægra megin á síðunni. þar er í dag hægt að sjá örnefni og vegi auk þjónustutákna og ætlunin hefur verið að bæta smám saman inn frekari upplýsingum. þar er einnig öflug leitarvél með tengingu við fasteignaskrá. Nú á næstu dögum munu birtast í kortasjánni fjallsgirðingar og upplýsingar um afrétti auk landamerkja. Landamerkjaskráin er ekki fullkomin, en hún byggir á vinnu sem Nytjaland stóð fyrir og var skráin teiknuð í samráði við landeigendur og æskilegt er að halda áfram að vinna í þessari skrá til að bæta hana.
Sveitarstjóri


Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 14. júní
- Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, skráning hefst kl. 10:30. Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir fullorðna og fá allir þátttakendur bol við skráningu. Að hlaupi loknu eða um kl. 12:00 ætlum við að hafa þrautabraut þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum. á eftir er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið. Eins og venjulega  verða hross á svæðinu fyrir smáfólkið og kassaklifur í íþróttasalnum. Frítt í sund fyrir þátttakendur. Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd


Vorfundur !

þann 19. júní kl. 20:00 ætlar kvenfélagið Hjálpin að halda vorfund sinn í Funaborg, þar sem bæði gaman og alvara verða við völd, svo endilega takið daginn frá.
Stjórnin


Hestamannafélagið Funi auglýsir ókeypis þriggja daga byrjendareiðnámskeið
á Melgerðismelum 24.-26. júní. Kennt verður í 6 manna hópum sem er skipt eftir aldri og getu. Annar hópurinn byrjar kl. 15:00 og 16:00 og hinn kl. 16:00. Hestar og reiðtygi á staðnum. Skráning hjá önnu Sonju í síma: 846-1087.


Markaður - Markaður

Markaður verður haldinn í álfagallerýinu í sveitinni, við Teig, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 14. júní frá kl. 12.00-17.00.
áhugasamir þátttakendur hafi samband við Svönu í síma 820-3492 og 534-5914.


Dag hinna villtu blóma ber nú upp á sunnudaginn 15. júní
í Eyjafirði er af þessu tilefni boðað til plöntuskoðunar á tveim stöðum, í Krossanesborgum á Akureyri og í Leifsstaðabrúnum í Eyjafjarðarsveit. í Krossanesborgum er mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við BYKO. Um leiðsögn sér Sesselja Ingólfsdóttir. í Leifsstaðabrúnum er mæting kl. 10:00 á bílastæði við gamla Vaðlaheiðarveg, rétt sunnan vegamóta í Eyrarland af Leifsstaðavegi. Leiðsögumaður er Hörður Kristinsson. Róleg og fjölskylduvæn útivist sem tekur um tvo tíma.
Flóruvinir


álfagallerýið í sveitinni við Teig - Opið frá kl. 11.00-18.00 alla daga í sumar

Fjölbreytt og fallegt handverk m.a. leirvörur, glervörur og handmálað postulín. Málaðir steinakarlar og konur. Vélútsaumur. Kerti með ljósmyndum. Dömufatnaður og ungbarnafatnaður, saumað, heklað eða prjónað. úrval af hekluðum og prjónuðum ullarvörum og lopapeysum á alla fjölskylduna. Skartgripir og skrautmunir.
Verið velkomin til okkar :-)


Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps,Tækjalisti 2014

öll verð án virðisauka!

Tæki Dag gjald   Tæki Dag gjald
Diskaherfi  2.000 kr. Brotvél ný     4.000 kr.
Taðdreifari 14.000 kr. Höggborvél/brotvél    1.500 kr.
Plógur tvískeri    3.000 kr.   Rafstöð 12 kw     1.000 kr.
Plógur fjórskeri   8.000 kr.   Lokkari    1.500 kr.
Pinnatætari 12.000 kr.  Naglabyssa  1.000 kr.
Valti (gamli)2 m  1.000 kr. Rörbeygjuvél 500 kr.
 Valti (nýi) 5 m  8.000 kr. Snittvél og rörskeri   3.000 kr.
Lítil steypuvél      2.000 kr. úðadæla f/dráttarvél  5.000 kr.
  Steypuvél m/vatnstank         5.000 kr.  Háþrýstidælur   2.000 kr.
 Klaufaklippur      300 kr. Vibrator  1.500 kr. 

    

Umsjónarmaður tækja er Smári Steingrímsson æsustöðum. Sími 463-1301 og 846-2060


Fíflahátíð Lamb Inn öngulsstöðum 21. júní

*Dagskráin hefst á Haushlaupi kl. 10:00 þar sem hlaupið verður frá Lamb Inn og upp á Haus. Glæsileg verðlaun í boði.
Skemmtidagskráin okkar verður alveg úti á túni frá kl. 14:00 – 16:00:
*Söngkeppni barna. Skráning á netfanginu lambinn@lambinn.is.
*Hljómsveit Hrafnagilsskóla.
*Froðuboltamót 3 á 3, skráning á staðnum.
*Tískusýning frá Gallerí Teigi.
*Uppskriftakeppni. Lumar þú á uppskrift sem inniheldur túnfífil? Skráning á netfanginu lambinn@lambinn.is. Nánari upplýsingar á http://www.lambinn.is/.
Sigurvegarinn fer út að borða hjá okkar frábæru nágrönnum á Silvu.
*Skottsala – markaður. þið komið á bílunum og opnið skottið.
*Kynning á Muurikka pönnum, Steini kokkur frá ísafirði sýnir þessar frábæru pönnur og gefur smakk.
*Kvöldvaka kl. 21:00-22:30. þar keppa bændur í Fíflagangi, tónlistaratriði úr Hrafnagilsskóla, brekkusöngur og fleira. 
*Hlaðborð Lamb Inn kl. 18:00 og 20:00. Borðapantanir í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is. Lifandi tónlist undir borðum.
*Verðlaun koma frá Norðlenska, Silvu og Lamb Inn. Dagskráin í heild verður auglýst í næsta blaði N4


Kveðja frá sveitarstjóra
Nú í vikunni lýkur ráðningatíma mínum sem sveitarstjóra. Vil ég því þakka íbúum og starfsfólki Eyjafjarðarsveitar fyrir ánægjulegt samstarf og hlýhug.
Jónas Vigfússon

Getum við bætt efni síðunnar?