Auglýsingablaðið

738. TBL 03. júlí 2014 kl. 14:28 - 14:28 Eldri-fundur

Hópakstur framhaldsskólanema
óskað er eftir að þeir einstaklingar sem hyggjast nýta sér áður auglýstar ferðir um hópakstur í framhaldsskóla, láti vita á skrifstofu sveitarfélagsins með tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600 fyrir 7. júlí. þá er gott að vita hvort ætlunin sé að nýta ferðirnar allan veturinn eða hluta vetrar (haustönn/vorönn).
Ef aðrir en framhaldsskólanemar hafa áhuga á að nýta sér þessar ferðir væri mjög gott að fá upplýsingar um það.
Skrifstofan


Timbur- og járngámar
Timbur- og járngámar verða að þverá og Litla-Garði fram að 14. júlí.
Einnig er bent á gámasvæðið norðan við íþróttamiðstöð/sundlaug. Opnunartími þess er milli kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum.
Skrifstofan


FRESTUN á GöNGUFERð á BóNDA
Vegna úrkomu-veðurspá og snjóa í fjöllum þá verður gönguferðin upp á Bónda (sem átti að vera 6 júlí) frestað um óákveðin tíma.
Verður gangan auglýst síðar.
Stjórn u.m.f.Samherja


Gamli bærinn öngulsstöðum
Opnum formlega fyrir gestum og gangandi sunnudaginn 6. júlí. kl. 14:00.
Allir velkomnir og kaffi á könnunni. Einstakt safn þar sem gestum og gangandi er boðið upp á að upplifa bæjarbrag gamalla tíma.

í framhaldinu verður opið alla daga frá kl. 14:00-17:00 eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 892-8827. Komið og fáið ykkur kaffisopa í anda gömlu dagana.

Minnum á veitingahúsið okkar Lamb Inn með lambi og öðru góðgæti alla daga. Borðapantanir í síma 463-1500.

Lamb Inn öngulsstöðum


Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra.
Opið alla daga frá kl. 12:00-20:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og  http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)


Skógardagur Norðurlands 2014, Kjarnaskógi 5. júlí!
Dagskráin verður við sólúrið og stendur frá kl. 13:00-16:00.
kl. 13:00 - Leiksýning.
kl. 13:30 og 14:45 - Sýnd verður grisjun og úrvinnsla timburs.
kl. 13:55 og 15:10 - Sagt frá trjánum í skóginum og hvernig þau verða til.

 - Ratleikur, skákmót, víðavangshlaup, ketilkaffi, lummur, pinnabrauð og popp.

Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógfræðingafélag íslands, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Sólskógar


Dreyrrauður faxprúður foli ca. 3v kom inn í hólf hjá okkur um 20. júní og við viljum gjarnan finna eigandann. Folinn virðist ekki vera örmerktur, en er allur frekar rýr, mjög þunnur á síðu en í bata. Folinn er spakur og næst úti svo það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast hann.
Síminn hjá okkur er 775-1700.
Linda Rifkelsstöðum 2


TAKIð EFTIR
Vegna mikillar aðsóknar er uppselt í GASELLUFERð sumarsins.
Sjáumst á næsta ári.


Barnapía óskast
Erum þrír bræður á aldrinum tveggja, þriggja og átta ára sem vantar einhverja góða stelpu til að passa okkur eitt og eitt kvöld. Við búum í hverfinu. Endilega sendið mömmu mail á meltrod4@gmail.com eða hringja í síma 694-5524/461-4191.

Getum við bætt efni síðunnar?