Auglýsingablaðið

742. TBL 31. júlí 2014 kl. 08:47 - 08:47 Eldri-fundur

Framtíðarstarf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Starfsmann vantar í baðvörslu í kvennaklefa, afgreiðslu og vöktun. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu. Viðkomandi þarf að geta staðist hæfnispróf sundstaða.
Umsóknarfrestur til og með miðvikudagsins 6. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Ingibjörg Isaksen í síma 464-8140 og/eða 895-9611 eða í tölvupósti sundlaug@esveit.is


Opnunartími íþróttamiðstöðvar um verslunarmannahelgina:

Föstudaginn 1. ágúst kl. 06.30-22.00
Laugardaginn 2. ágúst kl 10.00-20.00
Sunnudaginn 3. ágúst kl. 10.00-20.00
Frídagur verslunarmanna 4. ágúst kl. 10.00-20.00
Bestu kveðjur,
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar


Handverkshátíð 7.-10. ágúst 2014
Við hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að fjölmenna á sýninguna.
á heimasíðu hátíðarinnar http://www.handverkshatid.is/ er nú þegar hægt að sjá sýnendur, skipulag svæðisins og dagskrá sýningarinnar.
Bestu kveðjur, stjórn Handverkshátíðar 2014 


Ekki missa af þessu!
Uppskeruhátíð og kvöldvaka  Handverkshátíðar verður haldin laugardagskvöldið
9. ágúst kl. 19:30. í ár sjá matreiðslumenn Greifans um glæsilega grillveislu. Veislustjóri verður séra Hildur Eir Bolladóttir.
þeir sem fram koma eru álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit, Hyldjúpir sem er hljómsveit skipuð ungu tónlistarfólki úr sveitinni, auk prestatríós (sérarnir Oddur Bjarni, Hildur Eir og Hannes örn) sem koma sérstaklega saman fyrir þetta kvöld.  Miðaverð er 3.700 kr. fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir börn.
Komið, njótið og styrkið um leið félagsstarf í sveitinni.


Kálfasýning á Handverkshátíð
Nú er hægt að skrá keppendur til leiks á kálfasýningu FUBN á Handverkshátíð, sem verður laugardaginn 9. ágúst n.k. kl. 14:00 á húsdýrasýningarsvæðinu. Keppt verður í flokknum 14 ára og yngri um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og svo að lokum fær sá kálfur sem flottastur er fyrir alla eiginleika titilinn Gullkálfurinn 2014.
Hægt er að skrá keppendur í tölvupósti á netfanginu grkbondi@gmail.com eða í síma 862-6823 til föstudagsins 8. ágúst. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu: Fullt nafn keppanda, aldur og heimilisfang, nafn, númer og ætterni kálfs (nöfn á föður og móður). Við hvetjum alla til að skrá sig :-)
Stjórn FUBN


Vinna fyrir Samherja á Handverkshátíð
Nú styttist í Handverkshátíð. Líkt og undanfarin ár er þessi hátíð helsta tekjulind Ungmennafélagsins Samherja og gerir okkur kleift að halda æfingagjöldum iðkenda okkar í lágmarki. Við biðjum alla sem vettlingi geta valdið um að hjálpa okkur með vinnuframlagi, bakstri eða með einhverjum öðrum hætti sem nýtist :) áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Brynhildi í síma 863-4085.

 
FRIðARATHöFN
Friðarathöfn verður haldin föstudaginn 1. ágúst við Friðar og heilunarhjólið að Finnastöðum. Byrjar kl. 19:00 og mæting kl. 18:30. Jesse-Blue Forrest, friðarsinni og öldungur Cherokee Indíána mun leiða helgiathöfnina, sjá http://www.jesse-blueforrest.com/
Frítt er að taka þátt en tekið á móti frjálsum framlögum vegna ferðakostnaðar öldungsins. Jesse er hér ásamt 14 öðrum og er að byggja 5 friðar og heilunarhjól hér á landi.   Nánari upplýsingar gefur Sigríður Sólarljós í síma 863-6912.


Markaður - Skottsala
álfagallerýið í Sveitinni auglýsir: Markaður og skottsala verða haldin á föstudag, laugardag og sunnudag yfir Handverkshelgina. Tilvalið fyrir allskonar varning, uppskeru, sultur, handverk, fatnað og dót, nýtt sem notað.
áhugasamir þátttakendur hafi samband við Svönu í síma 820-3492 og 534-5914.


álfagallerýið er opið alla daga frá kl. 11:00-18:00
Fjölbreytt og fallegt handverk.
íslenskar hænur og hani, kanínur og að sjálfsögðu álfabrekkan fallega.
Verið velkomin. 

Getum við bætt efni síðunnar?