Auglýsingablaðið

743. TBL 06. ágúst 2014 kl. 11:13 - 11:13 Eldri-fundur

Hrafnagilsskóli - Skólaliði og starfsmaður í Frístund
óskum eftir að ráða skólaliða í afleysingarstarf fram til áramóta (u.þ.b. 60% staða) og starfsmann í Frístund (skólavistun) skólaárið 2014-2015 (u.þ.b. 35% staða). Við leitum eftir starfsmönnum sem;
*eru liprir í samskiptum og jákvæðir.
*eru stundvísir og samviskusamir.
*búa yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464-8100 og 699-4209. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið hrund@krummi.is.


Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús
Um er að ræða 100% stöðu til eins árs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 07:45-16:00.
óskað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.
Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára og reynsla af starfi í eldhúsi er kostur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2014.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is


Ekki missa af þessu - Uppskeruhátíð!
Uppskeruhátíð og kvöldvaka Handverkshátíðar er öllum opin og verður haldin laugardagskvöldið 9. ágúst kl. 19:30. í ár sjá matreiðslumenn Greifans um glæsilega grillveislu. Veislustjóri verður séra Hildur Eir Bolladóttir.
þeir sem fram koma eru álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit, Hyldjúpir sem er hljómsveit skipuð ungu tónlistarfólki úr sveitinni, auk prestatríós (sérarnir Oddur Bjarni, Hildur Eir og Hannes örn) sem koma sérstaklega saman fyrir þetta kvöld.
Miðaverð er 3.700 kr. fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir börn.
Komið, njótið og styrkið um leið félagsstarf í sveitinni.
Nánari upplýsingar í síma 824-2116 og 864-6444.

 
Kálfasýning á Handverkshátíð
Nú er hægt að skrá keppendur til leiks á kálfasýningu FUBN á Handverkshátíð, sem verður laugardaginn 9. ágúst n.k. kl. 14:00 á húsdýrasýningarsvæðinu. Keppt verður í flokknum 14 ára og yngri um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og svo að lokum fær sá kálfur sem flottastur er fyrir alla eiginleika titilinn Gullkálfurinn 2014.
Hægt er að skrá keppendur í tölvupósti á netfanginu grkbondi@gmail.com eða í síma 862-6823 til föstudagsins 8. ágúst. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu: Fullt nafn keppanda, aldur og heimilisfang, nafn, númer og ætterni kálfs (nöfn á föður og móður). Við hvetjum alla til að skrá sig :-)
Stjórn FUBN


álfagallerýið í Sveitinni, fjörug helgi framundan!
Opið frá kl. 11:00-18:00 alla daga.
Markaður og skottsala verður haldin frá kl. 12:00-17:00 á föstudag, laugardag og sunnudag yfir Handverkshelgina.
Tilvalið fyrir allskonar varning, uppskeru, sultur, handverk, fatnað og dót nýtt sem notað.
áhugasamir þátttakendur hafi samband við Svönu í síma 820-3492 og 534-5914.
Verið velkomin :-)


Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 12:00 – 20:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og  http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;)

Getum við bætt efni síðunnar?