Auglýsingablaðið

756. TBL 07. nóvember 2014 kl. 14:05 - 14:05 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga          kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga         kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00   
Miðvikudaga       kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga       kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga          kl. 10:30-12:30
Hægt er að ganga um dyr að austan í kjalla íþróttahúss eða um sundlaugarinnganginn.

Fiðlarinn á þakinu
Samlestrar fyrir Fiðlarann á þakinu verða í Freyvangi miðvikudaginn 12. og fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30. Æfingar hefjast 17. nóvember og standa fram að aðventu og svo af fullum krafti frá áramótum fram að frumsýningu sem áætluð er um miðjan febrúar. Allir velkomnir bæði þeir sem hafa komið áður og aðrir áhugasamir.
Freyvangsleikhúsið.

Ritunarnámskeið í Freyvangi
Hinn landsþekkti Karl Ágúst Úlfsson verður með námskeið í handritsgerð í Freyvangi 14. - 16. nóvember. Megin áherslan verður á leikrita- og leikþáttaskrif en kennslan ætti að nýtast í öllum skrifum. 
Kennt verður á föstudeginum kl. 18:00 – 22:00, laugardeginum og sunnudeginum kl. 9:00-18:00. Skráning fer fram á freyvangur@gmail.com. Námskeiðsgjald er 20.000,- kr. og verða nemendur að mæta með fartölvu. Hádegismatur og síðdegishressing er innifalið í gjaldinu.
Freyvangsleikhúsið.

Ágætu sveitungar
Jafnan eru ýmsir skírðir, fermdir, giftir eða jarðsettir af öðrum prestum en mér. Ég hef engar upplýsingar um það. Viljið þið vinsamlegast senda mér nöfn, kirkjur, heimilsföng og dagsetningar ef þið viljið láta birta það í Eyvindi. Netfang: hannes.blandon@kirkjan.is 
Bestu kveðjur í sveitina, Hannes.

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fyrsti fundur vetrarins verður í Félagsborg þriðjudaginn 11. nóvember og hefst hann kl. 20:00.  Rætt verður um vetrarstarfið og sitthvað fleira fróðlegt. Allt söguáhugafólk er hvatt til að mæta og leggja sitt af mörkum til menningararfsins.

Til áréttingar
Allar auglýsingar sem eiga að birtast í Auglýsingablaðinu þurfa að hafa borist fyrir kl. 10:00 á miðvikudögum á neftangið esveit@esveit.is
Starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?