Auglýsingablaðið

764. TBL 07. janúar 2015 kl. 11:34 - 11:34 Eldri-fundur

Hross í afrétt
Vakin er athygli á því að óheimilt er að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar. Samkvæmt búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðingar allt árið. Allt búfé er á ábyrgð umráðamanns sem er skylt að sjá til þess að búfé sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000, um vörslu búfjár.
Sveitarstjóri

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Gleðilegt ár öllsömul. Við byrjum nýja árið af fullum krafti næstkomandi mánudag þann 12. janúar kl. 13:00. Þann dag hefst námskeið í tréútskurði með leiðbeinendununum Ingibjörgu á Ytra-Gili og Ingibjörgu í Villingadal.
Sjáumst hress og endurnærð eftir hátíðarnar.
Stjórnin

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 8. janúar kl. 20:00 á Lamb Inn Öngulsstöðum. Á dagskrá eru aðalfundarstörf skv. lögum félagsins en þó verður leitað afbrigða við upphaf fundar til að taka fyrir lagabreytingar svo hægt verði að stjórna fundi skv. endurskoðuðm lögum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórnin

Nýjársmót Umf. Samherja í frjálsum íþróttum
Nýjársmót Umf. Samherja verður haldið í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar laugardaginn 10. janúar kl. 12:00-16:00. Byrjað verður með opna þrautabraut fyrir 9 ára og yngri kl. 12:15. Mæting fyrir 10 ára og eldri er 
kl. 12:45 og keppni hefst kl. 13:00. Keppt verður í hástökki, kúluvarpi, langstökki, þrístökki án atrennu og 30 metra spretthlaupi. Skráning verður á staðnum. Við hvetjum alla Samherjakrakka til að taka þátt!
Stjórn Umf. Samherja

Kótilettukvöld á Lamb Inn þann 24. janúar 
Veislustjóri er söngfuglinn Arnar Árnason á Hranastöðum.
Norðlenskt búðingahlaðborð í eftirrétt.
Miðaverð kr. 3.500.-
Miðapantanir í s: 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is

Afmæli
Margrét Nikulásdóttir í Reykhúsum (frá Ási í Kelduhverfi) verður 90 ára sunnudaginn 11. janúar. Að því tilefni bjóða börnin hennar afkomendum og vinum upp á afmæliskaffi og skemmtilegheit í hennar stíl í Félagsborg Skólatröð 9 þennan dag kl. 14:00-18:00.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Börnin

Bóndagleði þann 23. janúar
Hin óviðjafnanlega Bóndadagsgleði verður haldin þriðja árið í röð þann 
23. janúar næstkomandi. Að venju fer skemmtunin fram í félagsheimili okkar Funaborg og opnar húsið kl. 20:00. Stundvíslega kl. 20:30 verður fögnuðurinn settur með sögulegum gjörningi af hálfu nefndarfólks. Önnur skemmtiatriði verða með hefðbundnum hætti og má þar nefna tölfræðiútreikninga, húslestur úr sálmabókum, sálgreiningar á íbúum framfjarðarins og sitthvað fleira. Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi.
Matur verður á staðnum en meðferðis þarf að hafa drykkjarföng og góða skapið. Aldurstakmark er 16 ára á árinu. 
Tekið er við miðapöntunum í s: 848-4672 hjá Þórólfi og einnig má senda Hafdísi póst á netfangið hafdids@simnet.is
ATH! Takmarkað húsrými og miðafjöldi eftir því - Allir velkomnir - Uppselt í fyrra og öll árin þar áður - Tryggðu þér miða í tíma!
Skemmtimafía framfirðinga

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 13. janúar verður í Félagsborg fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00.
Kynnt verður gagnagrunnsforritið FileMaker og sýnt hvernig það getur nýst við skráningu heimilda.

 

Getum við bætt efni síðunnar?