Auglýsingablaðið

767. TBL 28. janúar 2015 kl. 12:14 - 12:14 Eldri-fundur

Umsóknir um leikskóla
Til að fá sem gleggsta mynd af fjölda leikskólanemenda næsta skólaár, 2015/2016, eru foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóla fyrir börn sín hvattir til að gera það sem fyrst. Börn eru tekin inn í leikskólann frá 18 mánaða aldri en gott er að fá umsóknir með góðum fyrirvara upp á allt skipulag og starfsmannahald að gera. Í ár er reiknað með aðlögun í ágúst og jafnvel fyrr ef þannig aðstæður skapast. Umsóknarblöð um leikskóla er að finna á heimasíðunni okkar http://leikskoli.krummi.is
Bestu kveðjur,
Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjórnandi Krummakots

Krummakot býður foreldrum verðandi leikskólanemenda í heimsókn
Föstudaginn 6. febrúar milli klukkan 9:00 og 11:00 verður opið hús í Krummakoti fyrir foreldra barna sem geta hafið leikskólagöngu á þessu ári. Innritun miðast við átján mánaða aldur og hvetjum við bæði feður og mæður að nýta sér þetta tækifæri til að koma í heimsókn, skoða húsnæðið og fá innsýn í leikskólastarfið. 
Bestu kveðjur,
starfsfólk Krummakots

Plastpokar
Í Krummakoti leggjum við áherslu á umhverfisstarf og er m.a. markmið okkar að endurnýta hluti sem mögulegt er að endurnýta. Við reynum að draga úr plastpokanotkun með því að endurnýta plastpoka utan af matvöru, einkum brauðpoka. Við mundum gjarnan þiggja slíka poka ef einhverjir íbúar sveitarinnar eru aflögufærir.
Bestu kveðjur,
starfsfólk Krummakots

Þorrablót 2015!
Nú geta allir farið að raða í trogin, prufukeyra söngvatnið og finna góða skapið því þorrablótið er á laugardaginn. Húsið opnar kl. 19:45 og þorrablótið hefst á slaginu kl. 20:30. Fólk þarf að hafa meðferðis diska og hnífapör ætli menn sér ekki að nota guðsgafflana, glös verða á staðnum.
Dalbjörg sér um veitingasölu, kaffi og gos verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi. Athugið að ekki er posi í kaffisölunni.
Miðaverð á ballið er 2.500 ísl. kr.
Nefndin
P.s. Þessi auglýsing er styrkt af Góðtemplarafélagi Eyjafjarð

Dans Dans Dans!
Byrjendanámskeið í dansi að hefjast. Kennt verður á fimmtudagskvöldum 
kl. 19:30 í Laugarborg. Þetta verða 8 skipti og við byrjum 5. febrúar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og cha cha, jive, tjútt, samba, vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum skottís, ræl og polka. Það er skylda að kunna þá á þorrablótum. Fyrir utan hvað það er hollt að dansa þá er þetta hin mesta skemmtun og munið að dansinn lengir lífið :) Nánari upplýsingar og innritun er í s: 891-6276 (á kvöldin) 
Danskveðjur,
Elín Halldórsdóttir

Fréttavefur fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar
Búið er að hleypa af stokkunum fréttavef fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar á slóðinni www.markvert.is. Síðan er nánast frágengin en um að gera að fara að senda inn efni til birtingar. Hvort sem það eru pistlar, myndir eða stuttar fréttir, tilkynningar um viðburði eða myndir og frásagnir viðburða. Efni á að senda á markvert@markvert.is. Af sama tilefni hefur verið sett upp Facebook-síða með nafninu Markvert í Eyjafjarðarsveit. Endilega skoða hana og smella á hana „líki“. 
Íbúarnir sjálfir eru fréttamennirnir og við sjáum um að koma efni ykkar á framfæri. Kíkið endilega á síðuna, kynnið ykkur ritstjórnarstefnu okkar og byrjið að senda okkur efni.
Kalli, Haukur og Skírnir, Öngulsstöðum 3

Kvenfélagið Iðunn
Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg. 
Nýjar konur ávallt velkomnar.
Stjórnin

Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Námskeið í vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri hefst þann 4. febrúar í endurhæfingarlauginni í Kristnesi kl. 15:00.
Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
Stjórnin 

Getum við bætt efni síðunnar?