Auglýsingablaðið

768. TBL 05. febrúar 2015 kl. 13:54 - 13:54 Eldri-fundur

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Þá er farið að styttast í árlegan aðalfund Ungmennafélagsins Samherja og verður hann haldinn í Félagsborg, miðvikudagskvöldið 25. febrúar. Á fundinum sem hefst kl.20:00 verða hefðbundin aðalfundarstörf. Núverandi stjórn leitar eftir skemmtilegu og áhugasömu fólki sem vill taka þátt í að móta og byggja upp starf félagsins. Áhugasamir hafi samband við Þorgerði formann í s: 862-2448.
Stjórn Umf Samherja

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 10. febrúar verður í Félagsborg fundur um Menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00.
Ýmiss konar fróðleikur úr sveitinni og um sveitina.
Allir alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.

Aðalfundur
Kvenfélagið Hjálpin verður með aðalfund föstudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Sólgarði (uppi). Venjuleg aðalfundarstörf
Félagskonur eru hvattar til að mæta og nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

Reiðnámskeið með Benna Líndal
Hestamannafélagið Funi heldur þriggja helga námskeið á Melgerðismelum í samstarfi við Benedikt Líndal tamningameistara. Um er að ræða þriggja helga námskeið þar sem verkleg kennsla fer fram í þremur þriggja manna hópum tvisvar á dag. Að auki verður bókleg kennsla eftir hádegi alla dagana. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar leiðir til að bæta samspil. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni með einn taminn hest yfir allt námskeiðið. Námskeiðið kostar 66.000 kr. á mann og verður haldið helgarnar 14.-15. mars, 28.-29. mars og 18.-19. apríl. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 11. febrúar. Umsóknir sendist í valur@holshus.net. Nánari upplýsingar veitir Valur í s: 660–9038.
Fræðslunefnd Funa

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Laugardaginn 14.febrúar n.k. stendur Náttfari fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson en fyrirkomulagið verður þannig að hann dæmir sköpulag folaldanna fyrir hádegi (ath.folöld þurfa að vera komin í hús kl.11:00) og eftir hádegi – kl.13:00 – verður sjálf sýningin. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu folöld í hryssu- og hestaflokki auk þess sem áhorfendum býðst að velja glæsilegasta folaldið. Þá gefst færi á að skrá til leiks ungfola fædda 2012 og 2013. Veitingasala verður í Funaborg og opið hús þar í hádeginu.
Skráning fer fram á netfanginu thorsteinn.egilson@icloud.com eða í s: 895-2598 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 12. febrúar. Við skráningu skal gefa upp nafn, lit, foreldra, ræktanda og eiganda folaldsins.
Bestur kveðjur,
Þorsteinn á Grund - Sigríður í Hólsgerði

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?