Auglýsingablaðið

777. TBL 08. apríl 2015 kl. 12:49 - 12:49 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl kl. 15:00 í fundarstofu 2,
Skólatröð 9.

Íbúafundur um raforku- og hitaveitumál
Íbúafundur um raforku- og hitaveitumál í Eyjafjarðarsveit verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl í Funaborg á Melgerðismelum og hefst hann kl. 20.00. Framsögumenn verða Helgi Jóhannsson frá Norðurorku og Steingrímur Jónsson frá RARIK. Að loknum erindum verða umræður.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar

Íþóttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsmanni
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir baðverði í karlaklefa í 100% starfshlutfall. Um framtíðarstarf er að ræða. Unnið er á vöktum, starfsmaður sér um afgreiðslu, gæslu og þrif. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakarvottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Umsókn sendist fyrir 20. apríl n.k. á netfangið sundlaug@esveit.is. Upplýsingar gefur Ingibjörg s. 464-8140.

Lausaganga katta
Kvörtunum vegna lausagöngu katta hefur fjölgað að undanförnu. Þar sem varptíminn fer nú í hönd er vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda- og kattahald þar sem segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.” Samþykktina er að finna hér. Þar kemur m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.
Sveitarstjóri

Styrktarkvöldverður fyrir Önnu og Gísla í Brúnalaug
Styrktarkvöldverður verður haldinn laugardagskvöldið 25. apríl n.k. á Lamb Inn Öngulsstöðum. Tilefnið er áfall þeirra hjóna í Brúnalaug, Önnu og Gísla, sem misstu amk. tímabundið lífsviðurværi sitt í bruna á dögunum. Við bjóðum upp á lambalæri og eftirrétt og verðum einnig með létta skemmtidagskrá. Við höfum fengið til liðs við okkur góða birgja til að þetta geti orðið að veruleika, en þeim verða gerð nánari skil í næstu viku. Auk þess mun starfsfólk Lamb Inn gefa alla sína vinnu.
Öll innkoma mun renna óskert til Önnu og Gísla. Lágmarksmiðaverð er 5.000 kr. á manninn og innifalið í því er drykkur með matnum. Við tökum þó glöð á móti hærri framlögum. Sýnum nú okkar þekktu samstöðu og samhug, komum saman og eigum gleðistund þó tilefnið sé háalvarlegt. Miðapantanir í s. 463-1500.
Starfsfólk og eigendur Lamb Inn Öngulsstöðum.

Freyvangsleikhúsið – Fiðlarinn á þakinu
15. sýning    10. apríl    kl. 20:00    UPPSELT
16. sýning    11. apríl    kl. 20:00    UPPSELT
17. sýning    17. apríl    kl. 20:00    Örfá sæti laus
18. sýning    18. apríl    kl. 20:00
19. sýning    24. apríl    kl. 20:00
20. sýning    25. apríl    kl. 20:00
SÝNINGUM FER FÆKKANDI. Miðasla í s. 857-5598 kl. 18:00-20:00 og sýningardaga kl. 17:00-19:00 og á www.freyvangur.net

Aðalsafnaðarfundur Kaupangskirkju
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju
fimmtudaginn 9. apríl kl. 20:30. Dagskrá: Hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar.
Safnaðarsystkini eru hvött til að mæta á fundinn.
Sóknarnefnd

Menningararfur í Eyjafjarðarsveit
Þriðjudaginn 14. apríl verður í Félagsborg fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00. Rósa Eggertsdóttir mun ræða um séra Gunnar Benediktsson og árin hans (1920 – 1931) í Grundarþingum.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.

Iðunnarkvöld
Minnum á Iðunnarkvöld miðvikudagskvöldið 15. apríl kl. 20:00 í Laugarborg.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Iðunnarkonur

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2015
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn fimmtudagskvöldið
23. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20:30 í Dalborg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta. Nýjir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg

Auglýst er eftir hestum til láns
Hestaleigan Kátur auglýsir eftir þægum hestum að láni í hestaleiguna í sumar.
Kveðja Inga Bára, s. 848-2360 eða ferdafakar@gmail.com

Álfagallerýið auglýsir
Opið um helgar frá kl. 13:00-17:00. Falleg og vönduð gjafavara, fatnaður og skart.
Verið velkomin

Húsnæði óskast
Óskum eftir húsnæði í Hrafnagilshverfi frá og með 1. september næstkomandi. Helst langtímaleigu. Er með 3 börn svo 4 herbergja væri fínt að skoða en er opin fyrir öllu öðru. Ég er 40 ára og 110% traustur leigjandi.
Upplýsingar má senda mér á netfangið hvandersen75@gmail.com eða í s. 780-7716
Helga

Getum við bætt efni síðunnar?