Auglýsingablaðið

779. TBL 21. apríl 2015 kl. 14:21 - 14:21 Eldri-fundur

Vinnuskólinn - umsóknarfrestur til 4. maí
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1999, 2000 og 2001 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 8. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 4. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Upplýsingar um vinnutíma og laun verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar þegar nær dregur.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Starfsfólk óskast
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.isEldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir skólaárið 2015–2016
Frestur til að innrita hefur verið framlengt til 1. maí og fer hún fram á heimasíðu skólansNúvernadi nemendur sem ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig. 
Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma skólans 464-8110 eða í farsíma skólastjóra 868-3795

Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg
Tónleikar hljóðfæranemenda verða haldnir mánudaginn 27. apríl og þriðjudaginn 28. apríl og hefjast kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Fögnum sumri með söng
Kirkjukór Laugalandsprestakalls heldur sumarmálatónleika sína í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags þann 22. apríl kl. 20:30.
Á tónleikunum flytur kórinn úrval erlendra og innlendra laga m.a. eftir Händel, Carl Orff, Gunnar Þórðarson, Gylfa Ægisson, Jóhann Helgason og Trúbrot.
Einsöngur: Birgir H. Arason
Tvísöngur: María Gunnarsdóttir og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Saxófónleikarar: Deborah Robinson og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Stjórnandi og píanóleikari er Daníel Þorsteinsson.
Miðaverð 2.000 kr. og frítt fyrir börn (ath. ekki er posi á staðnum).
Kaffiveitingar í hléi.
Stjórnin

Styrktarkvöldverður fyrir Önnu og Gísla í Brúnalaug
Styrktarkvöldverður fyrir hjónin í Brúnalaug laugardaginn 25. apríl kl. 19:00. Enn eru lausir miðar. Lambalæri að hætti Lamb Inn í aðalrétt. Að auki verður eftirréttur og kaffi í boði. Frír drykkur með mat, verð 5.000 kr.
Arnar Árnason á Hranastöðum og félagar taka lagið við undirleik Reynis Schiöth.
Miðapantanir í s. 463 1500 eða á lambinn@lambinn.is.
Við þökkum Norðlenska, Bruggsmiðjunni Kalda, Haugen-Gruppen, Helga á Þórustöðum, Arnari á Hranastöðum og félögum, Reyni Schiöth og N4 kærlega fyrir að láta þetta ganga upp með okkur.
Lamb Inn Öngulsstöðum


Sveitargrill - fögnum sumri og grillum saman
Hestamannafélagið Funi boðar til grillveislu í Funaborg laugardagskvöldið 25.apríl. Þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt
kl. 20:00. Síðasti skráningardagur er 23. apríl hjá Hafdísi í
s. 861-1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is. Allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi


Vortónleikar
Hinir árlegu vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Glerárkirkju fimmtudaginn 30. apríl og tónlistarhúsinu Laugarborg föstudaginn 1. maí kl. 20:30.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir.
Miðasala við innganginn. Miðaverð 3.000 kr. (ath. ekki er posi á staðnum).
Frekari upplýsingar veitir Valgeir Anton í s. 862-4003.
Góða skemmtun.
Karlakór Eyjafjarðar


Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 28. apríl frá kl. 10:00-12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum frá kl. 13:00-14:30.
Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun.
Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029


Bíll til sölu
Till sölu Peugeout 406 árgerð 1996, ekinn 197 þús. Næsta skoðun 2016 og með 0 í endastaf. Margt er endurnýjað í bílnum s.s. tímareim, framrúða, stýrisendar, spindilkúlur, súrefnisskynjari, spjaldhússkynjari, kerti og kertaþræðir, bensínsía,
tvær nýjar fóðringar við hjólnöf aftan og hjólastiltur. Samlæsingar bilaðar, frammstuðari tjónaður, bílstjórasæti rifið og annar síls ryðgaður. Bein sala engin skipti. Verð - Tilboð!
Uppl. í pósti storbondi@hvammi.is eða í s. 695-7487, Snorri Páll


Freyvangsleikhúsið – Fiðlarinn á þakinu
19. sýning 24. apríl kl. 20:00
20. sýning 25. apríl kl. 20:00
21. sýning 1. maí kl. 20:00
22. sýning 2. maí kl. 20:00
SÝNINGUM FER FÆKKANDI. Miðasla í s. 857-5598 kl. 18:00-20:00 og sýningardaga kl. 17:00-19:00 og á www.freyvangur.net


Sumardagurinn fyrsti í Eyjafjarðarsveit
fimmtudaginn 23. apríl

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið frá kl. 10:00-20:00

Lamb Inn Öngulsstöðum
Býður gestum að koma og skoða nýuppgerð herbergi og þiggja kaffi og meðlæti
frá kl. 13:00-16:00.

Holtsel
Opið frá kl. 13:00-18:00
Ljósmyndasýning Örnu Mjallar Guðmundsdóttir og Altarisklæðið frá Miklagarði sýning Höddu (Guðrúnar H. Bjarnadóttur).
Hadda sýnir verk unnin út frá altarisklæði sem var í Miklagarðskirkju á 16. öld en er nú varveitt í Þjóðminjasafni Dana.

Jólagarðurinn
Opið frá kl. 14:00-18:00
Bakgarður Tante Grethe og Sveinsbær. Sumar-tombóla, engin núll, allir fá vinning!

Finnastaðir
Opið frá kl. 11:00-13:00
Fræðslustund: Friðar- og heilunarhjólið. Hvað er það? Hvers vegna?

Funaborg á Melgerðismelum
Opið frá kl. 13:30–17:00
Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á sínum glæsivögnum og Hjalparsveitin Dalbjörg verður með tæki til sýnis.
Handverksfólk mætir með ýmislegt handverk t.d. G4, Gler ást, myndlistaverk eftir Elísabetu Ásgríms og ef veður leyfir mætir Guðmundur Örn með eldsmiðjuna sína.
Nýjar og gamlar búvélar á staðnum.
Hestamannafélagið Funi

Álfagallerýið
Opið frá kl. 13:00-17:00
Fjölbreitt úrval af flottu handverki, heitt á könnuni. Allir hjartanlega velkomnir.
Samstarfshópurinn

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Opið frá kl. 11:00–17:00
Safnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Sýning er í anddyrinu á munum sem unnir hafa verið af vinnuhópi kringum altarisklæðið frá Miklagarði. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings og Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar

Hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að taka þátt í skemmtilegu verkefni
Aðstandendur Handverkshátíðar hvetja ykkur til að útbúa fuglahræður og velja þeim stað hér í sveitinni sem sést frá veginum. Fuglahræðurnar mega vera óhefðbundnar og efnisval er frjálst. Í byrjun sumars (dagsetningin kynnt síðar) þurfa þær að fara á stjá og hápunkturinn verður á Handverkshátíðinni þar sem einhverjum þeirra verður boðið inn á svæðið og í lok hátíðar verða verðlaun veitt. Þetta uppátæki munu án efa kæta gesti sveitarinnar líkt og póstkassarnir, traktorinn og kýrnar á Hvassafelli gerðu um árið og tryggir okkur vonandi enn fleiri gesti í ár en síðustu ár. Með von um góða þátttöku. Stjórn Handverkshátíðar

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?