- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf
Kæru Eyfirðingar
Eins og þið vitið varð hér mikill bruni í gróðurhúsunum fyrir ríflega 6 vikum. Miklar skemmdir urðu á húsunum og búnaður eyðilagðist. Hingað dreif að fjölda fólks til hreinsunar og uppbyggingar, konur sveitarinnar komu færandi hendi með kökur, brauð, egg og fleira og haldinn var styrktarkvöldverður fyrir okkur á Lamb Inn þann 25. apríl síðastliðinn. Allt þetta varð okkur hvatning til uppbyggingar og áframhaldandi ræktunar. Við erum búin að kveikja ljósin í öðru gróðurhúsinu og vonandi getum við gert slíkt hið sama í stærra húsinu áður en langt um líður. Uppbygging gengur vel, hér eru vaskir smiðir í vinnu og við stefnum á að koma frá okkur uppskeru bráðlega, þó í litlum mæli fyrst en í júlí veður vonandi allt komið á fullan skrið. Við þökkum ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn og hjálpsemina undanfarnar vikur. Þarna sannast hversu mikilvægt nærsamfélagið er okkur öllum.
Gangi ykkur allt í haginn kæru sveitungar.
Anna og Gísli í Brúnalaug
Vorfundur Iðunnar
Að þessu sinni verður vorfundur kvenfélagsins Iðunnar haldinn laugardaginn 9. maí í Félagsborg kl. 11:00.
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin
Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 12. maí verður í Félagsborg fundur um Menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00. Ýmiss konar fróðleikur úr sveitinni. Rætt um skipulag næsta vetrar.
Allir alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Þann 4. maí kom göngunefnd saman hjá Ingu Gúst. Mættar voru Inga, Erna,
Guðný Ó og Sveinbjörg.
Niðurröðun á gönguferðum í sumar er eftirfarandi:
26. maí | Suður-bakki Eyjafjarðarár |
2. júní | Svalbarðseyri |
9. júní | Klettaborgir |
23. júní | Villingadalur |
30. júní | Djúpadalsá |
7. júlí | Innbærinn |
14. júlí | Grundarskógur |
21. júlí | Lystigarðurinn |
28. júlí | Melgerðismelar |
4. ágúst | Kjarnaskógur |
11. ágúst | Núpufellsháls |
18. ágúst | Gengið með Gleránni |
25. ágúst | Naustaborgir |
Kæru sveitungar
24. sýning 9. maí Lokasýning UPPSELT
Freyvangsleikhúsið þakkar öllum þeim sem hafa heimsótt okkur í vetur.
Álfagallerýið auglýsir
Fullt af fallegu og vönduðu handverki, nýjar og spennandi vörur.
Opið frá kl. 13:00-17:00 um helgar.
Verið velkomin