Auglýsingablaðið

782. TBL 20. maí 2015 kl. 15:16 - 15:16 Eldri-fundur

Starfsfólk óskast
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar
Sumaropnun safnsins hefst föstudaginn 15. maí nk. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 11:00-17:00. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju. Sunnudaginn 17. maí höldum við íslenska Safnadaginn hátíðlegan og bjóðum af því tilefni aðgöngumiðann á hálfvirði. Rjúkandi kaffi og gómsætar sveitarvöfflur með heimalagaðri rabarbarasultu og ekta rjóma til sölu á kaffistofunni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Smámunasafnsins

Frá ferðanefnd Félags aldraðra í Eyjafirði
Sumarferð félagsins verður farin dagana 7.-9. júní 2015. Gist verður á Gauksmýri í V.- Hún. í tvær nætur en dagarnir þrír notaðir til að skoða markverða staði í Húnavatnssýslum. Áætlaður kostnaður á mann er 45.000 kr. og er innifalin gisting, matur og kaffi alla dagana.
Þátttaka tilkynnist til Reynis í s. 862-2164, Jófríðar í s. 846-5128 eða Ólafs í s. 894-3230 í síðasta lagi 26. maí og veita þau nánari upplýsingar um ferðina. Þátttökugjald leggist inn á reikning í Arion banka nr. 0302-26-1038, kt. 251041-4079.
Ferðanefndin

Kerti með ljósmyndum
Eigum til kerti með ljósmyndum af kirkjum Eyjafjarðarsveitar og fleiri myndum sem Sigurgeir Sigurgeirsson hefur tekið. Kertin fást í Álfagallerýinu í sveitinni sem opið er kl. 13:00-17:00 allar helgar. Einnig er hægt að hafa samband við Ástu í s. 893-1323 og 463-1323 eftir kl. 13:00 á daginn.
Kveðja, Ásta og Geiri

Getum við bætt efni síðunnar?