Auglýsingablaðið

793. TBL 05. ágúst 2015 kl. 14:14 - 14:14 Eldri-fundur

Sjálfboðaliðar óskast fyrir Samherja á Handverkshátíð
Nú styttist í Handverkshátíð. Líkt og undanfarin ár er þessi hátíð helsta tekjulind Ungmennafélagsins Samherja og gerir okkur kleift að halda æfingagjöldum iðkenda okkar í lágmarki. Við biðjum alla sem vettlingi geta valdið um að hjálpa okkur með vinnuframlagi, bakstri eða með einhverjum öðrum hætti sem nýtist.

Á heimasíðu félagsins www.samherjar.is er hægt að sjá vaktaskipulag og uppskriftir. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Óskar í síma 869-2363.


Matur úr Eyjafjarðarsveit á Handverkshátíð
Laugardaginn 8. ágúst ætlum við í fyrsta sinn að bjóða íbúum sveitarinnar að taka þátt á matarmarkaði Handverkshátíðar. Þar fá íbúar, sér að kostnaðarlausu, tækifæri til að kynna og selja eigin framleiðslu.
Íbúar sveitarinnar hafa tekið vel í þessa hugmynd og þátttakan er góð. En enn vantar okkur aðila til að koma og selja hænsnaegg og kartöflur. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra hátíðarinnar í s. 463-0600 eða á netfangið handverk@esveit.is


Handverkshátíð 6.-9. ágúst 2015
Við hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að fjölmenna á hátíðina.
Á heimasíðunni www.handverkshatid.is er nú þegar hægt að sjá sýnendur, skipulag svæðisins og dagskrá sýningarinnar.
Bestu kveðjur, stjórn Handverkshátíðar 2015


Ekki missa af þessu!
Uppskeruhátíð og kvöldvaka Handverkshátíðar verður haldin laugardagskvöldið
8. ágúst kl. 19:30. Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra.
Þeir sem fram koma eru Kór Laugalandsprestakalls, Freyvangsleikhúsið, Sara Blandon, Óskar Pétursson, Lára Sóley og Hjalti. Miðaverð er 4.100 kr. fyrir fullorðna og 2.200 kr. fyrir börn.
Komið, njótið og styrkið um leið félagsstarf í sveitinni
 
 

Halló halló ...
Næsta gönguferð í Félagi aldraðra, þriðjudaginn 4. ágúst, verður út á Hjalteyri, þar sem Dalvíkingar slást í hópinn. Mæting kl. 8 við bryggjuna. Mætum hress og kát.
Göngunefndin

 

Íbúð óskast
Óska eftir 3-5 herb. íbúð á leigu í Hrafnagilshverfi. Ég er með 3 börn, er reyklaus, reglusöm og með öruggar greiðslur. Tryggingafé og meðmæli er ekkert mál.
Helga 780-7716 eða hvandersen75@gmail.com

Getum við bætt efni síðunnar?