Auglýsingablaðið

795. TBL 12. ágúst 2015 kl. 15:04 - 15:04 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst kl.15.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

 

Álagning fjallskila 2015
Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 17. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
Fjallskilanefnd

 

Skólasetning
Hrafnagilsskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu.
Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund (skólavistun) á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 21. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst og starf Frístundar sama dag.
Innkaupalistar eru aðgengilegir á heimasíðu skólans.
Skólastjórnendur

 

Góðir félagar
Nú er farið að fækka gönguferðunum okkar þetta sumarið.
Næsti göngutúr er niður með Gleránni þriðjudaginn 18. ágúst. Mætum upp hjá Möl og sandi og göngum þaðan kl. 20:00.
Síðasta gangan verður um Naustaborgir 25. ágúst.
Göngunefndin

 

Melgerðismelar 2015 og gæðingakeppni Funa
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 15. og 16. ágúst. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki. Einnig verður töltkeppni og kappreiðar.
Á laugardagskvöld verður grillað og eru sveitungar hvattir til að mæta og hitta hressa hestamenn.
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Funa, funamenn.is.
Mótanefnd Funa

 

Álfagallerýið auglýsir
Opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00-17:00, út ágúst.
Fullt af flottum tilboðum í gangi.
Gott tækifæri til að kaupa ódýrar og vandaðar jólagjafir.
Sjáumst í gallerýinu, Gerða, Bogga, Nína, Ásta, Anna, Rúna og Gerða Stína

 

Óska eftir 3-5 herb. íbúð á leigu í Hrafnagilshverfi
Ég er með 3 börn, er reyklaus, reglusöm og með öruggar greiðslur.
Tryggingafé og meðmæli er ekkert mál.
Helga 780-7716 eða hvandersen75@gmail.com

 

Til leigu
Tveggja svefnherbergja íbúð til leigu, í kjallara Öngulsstaða 3. Leigist frá 1. sept. til 31. maí.
Getur leigst með húsgögnum.
Nánari upplýsingar gefur Kalli í síma 691-6633

 

Óska eftir 4 herb. íbúð á leigu í Hrafnagilshverfi
Ég er með 2 börn, reyklaus, reglusöm og með öruggar greiðslur. Tryggingafé.
rosaogjonni@simnet.is Gsm 868-9217

 

Volare söluráðgjafi í Hrafnagilshverfi
Vinsælu Volare vörurnar er hægt að panta í gegnum síma 866-2796.
Pantað er á sunnudögum og vörurnar eru komnar miðvikudaginn á eftir :-)
Mælum okkur mót og/eða fáið bækling sendan. Ýmsar vörutegundir til sýnis og prufu. Í boði eru einstaklings- og/eða hópakynningar.
Einnig er hægt að kynna sér vörur og verð á volare.is
Volare er fyrir fólk á öllum aldri, hesta og hunda :-) B.kv. Hrönn

 

Gamli bærinn Öngulsstöðum
Kaffihúsið opið kl. 14:00-18:00 alla daga, til og með næsta sunnudegi.
Þjóðlegar veitingar í safnaumhverfi.
Lambinn veitingahús opið alla daga kl. 18:30-21:00.

 

Hannyrða-kaffihús á Smámunasafninu
Vikulega er boðið uppá hannyrða-kaffihús á fimmtudögum kl. 13:00-16:00.
Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi.
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkur Smámunasafnsins

Getum við bætt efni síðunnar?