Auglýsingablaðið

809. TBL 19. nóvember 2015 kl. 08:31 - 08:31 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember kl.15.00 í
fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Að þessu sinni verður ein helgi fyrir áramót en þrjár á vorönn. Fyrsta helgin verður 21. – 22. nóvember næstkomandi. Kennt verður laugardag og sunnudag frá
kl.10.00-17.00. Þessir kennslutímar eru hugsaðir bæði fyrir þá sem eru að sauma þjóðbúning frá grunni eða að bæta og laga eldri búninga auk þeirra sem vinna að faldbúningum.
Þessar námskeiðshelgar eru samvinnuverkefni sem hófst síðastliðinn vetur á milli Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans.
Til þess að af þessum námskeiðshelgum verði þarf að vera nægileg þátttaka og því er mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt skrái sig í s. 551-5500 eða á netfangið skoli@heimilisidnadur.is.

Bændur og búalið – matgæðingar og stuðboltar
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda sækir Jólaboð Lamb Inn, laugardaginn 5. desember. Tóti og félagar í stjórninni hafa mikinn áhuga á því að smala sauðfjárbændum af svæðinu með sér í Jólaboðið. Af því tilefni ætlum við að gefa félagsmönnum í Félagi sauðfjárbænda við Eyjafjörð 15% afslátt af miðaverði Jólaboðsins. Miðaverð fyrir þá er því aðeins kr. 5.850.-
Miðapantanir í síma 463 1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.

Fjölskylduleikritið Klaufar og kóngsdætur hjá Freyvangsleikhúsinu
Viðtökur hafa verið góðar og gagnrýnendur gefa góða dóma;
„Hreint dásamleg fjölskylduskemmtan“ (Íris og Hjörleifur – freyvangur.net)
„býsna fagmannlega unnin sýning“ (Brynhildur Þórarinsdóttir – leiklist.is)
Aukasýning fim. 19. nóv. kl. 20 Örfá sæti laus
8. sýning fös. 20. nóv. kl. 20 Örfá sæti laus
9. sýning lau. 28. nóv. kl. 14 Örfá sæti laus
10. sýning sun. 29. nóv. kl. 14
Miðapantanir/upplýsingar í síma 857-5598 virka daga frá kl. 17-19 og kl. 10-13 um helgar – freyvangur.net – facebook.com/freyvangur
Miðasala í Eymundsson Akureyri.

Frá félagi aldraðra
Jólahlaðborð félagsins verður föstudagskvöldið 27. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 19.30. Allir hafa með sér einn pakka og góða skapið. Skráning í Félagsborg n.k. þriðjudag eða hjá Vigfúsi í síma 462-1581 eða Völu í síma 463-1215.
Skemmtinefnd 


Danssýning
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 24. nóv. kl. 13.20. Þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þau hafa lært hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.

Þorrablót 2016
Laugardagurinn 30. janúar n.k. verður einstakur dagur. Þá verður haldið okkar árlega þorrablót þar sem fjallað verður af nærfærni um mannlífið í sveitinni, sungið, borðað og dansað fram á nótt. Þetta verður gleðidagur sem enginn má láta framhjá sér fara. Taktu kvöldið frá því eins og segir í eyfirskum fræðum: „það er ekki eftir sem búið er“.
Nefndin

Gleraugu í óskilum
Gleraugu og gleraugnahús fundust á bílaplaninu við Hrafnagilsskóla fyrir nokkrum vikum síðan. Ef eigandinn sér þessa auglýsingu getur hann haft samband við Nönnu ritara í Hrafnagilsskóla í síma 464-8100.

Skemmtisögur úr sveitinni
Við munum fagna 1. des. með gríni og ljúfum tónum úr heimabyggð.
Takið kvöldið frá.
Menningarmálanefnd

Bingó í Laugarborg
Fimmtudaginn 26. nóvember standa nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla fyrir bingói í Laugarborg.
Bingóið hefst kl. 20.00. Spjaldið kostar 500 krónur og eru vinningar ekki af verri endanum.
Nemendur munu selja vöfflur, Svala og kaffi í hléinu.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en stefnt er að því að fara í ógleymanlega útskriftarferð í skólalok.

Getum við bætt efni síðunnar?