Auglýsingablaðið

810. TBL 01. desember 2015 kl. 09:59 - 09:59 Eldri-fundur

Fjölskylduleikritið Klaufar og kóngsdætur hjá Freyvangsleikhúsinu!
Viðtökur hafa verið góðar og gagnrýnendur gefa góða dóma;
„Hreint dásamleg fjölskylduskemmtan“ (Íris og Hjörleifur – freyvangur.net)
„býsna fagmannlega unnin sýning“ (Brynhildur Þórarinsdóttir – leiklist.is)
9. sýning lau. 28. nóv. kl. 14 - Örfá sæti laus
10. sýning sun. 29. nóv. kl. 14
11. sýning lau. 5. des. kl. 14
12. sýning sun. 6. des. kl. 14
13. sýning lau. 12. des. kl. 14
14. sýning sun. 13. des. kl. 14
Miðapantanir/upplýsingar í síma 857-5598 virka daga kl. 17-19 og kl. 10-13 um helgar – freyvangur.net – facebook.com/freyvangur – miðasala í Eymundsson Akureyri.

JÓLABINGÓ
Verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 29. nóvember kl 13:30.
Spjaldið kostar 500 krónur, 250 krónur eftir hlé.
Glæsilegir vinningar í boði.

Bingó - Bingó - Bingó
Fimmtudaginn 26. nóvember standa nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla fyrir Bingói í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Bingóið hefst kl. 20:00. Spjaldið kostar 500 krónur og eru vinningar ekki af verri endanum.
Nemendur munu selja vöfflur, svala og kaffi í hléinu. Einnig verður til sölu margnota bökunarpappír, margnota pizzanet og hátíðarkaffi.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en stefnt er að því að fara í ógleymanlega útskriftarferð í skólalok.

Jólaföndur fyrir Hrafnagilsskóla
Í ár höfum við sama formið og í fyrra, sameiginlegt jólaföndur og jólakortagerð fyrir alla nemendur skólans, laugardaginn 28. nóv. kl. 11-14.
Nokkrar föndurstöðvar verða í kennslustofum yngsta- og miðstigs. Fjölbreytt föndurefni verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi, kort verða líka seld á staðnum gegn vægu gjaldi, en gott er að grípa með sér skraut, skæri og lím.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti er vel þegið að heiman.
Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum og hverju öðru.
Jólakveðja frá bekkjarfulltrúum og stjórn foreldrafélagsins.

Frá félagi aldraðra
Síðustu forvöð að tilkynna þátttöku í jólahlaðborðinu eru NÚNA. Jólahlaðborðið fer fram föstudagskvöldið 27. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 19.30. Allir hafa með sér einn pakka og góða skapið. Skráning hjá Vigfúsi í síma 462-1581 eða Völu í síma 463-1215.
Skemmtinefnd

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Ull verður sótt í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 2. desember. Svo hægt sé að skipuleggja flutningana sem best eru þeir bændur sem verða tilbúnir með ull beðnir um að hafa samband við Rúnar í s: 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is eða Bigga í Gullbrekku í s: 845-0029.
Munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Byrjað verður á Halldórsstöðum að morgni og kl.14:00 verður bíllinn staðsettur við Svertingsstaði.

Hátíð í Laugarborg þann 1. des. klukkan 20:30
Nú er komið að hinum árlega viðburði í Laugarborg þegar við komum saman og fögnum 1. desember. Sigurgeir Hreinsson, hinn eini sanni, stendur keikur í brúnni eins og honum einum er lagið en þau Sigríður Bjarnadóttir og Sveinn Rúnar Sigmundsson munu skemmta okkur með sögum úr sveitinni. Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Eyjafjarðar mun stíga á stokk og flytja okkur ljúfa tóna úr heimabyggð.
Kvenfélagið Aldan -Voröld sér um veitingar og verður hægt að fá kaffi eða djús og smákökur á 500 krónur. Ath. enginn posi er á staðnum.
Aðgangseyrir er í lágmarki í ár eða 0 kr.
Sjáumst hress,
Menningarmálanefnd

Getum við bætt efni síðunnar?