Auglýsingablaðið

814. TBL 08. janúar 2016 kl. 08:51 - 08:51 Eldri-fundur

Jólakveðja frá Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sendir öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir gott ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólatrésskemmtun 27. desember kl. 13.30 í Funaborg
Í ár verður jólatrésskemmtun Hjálparinnar haldin sunnudaginn 27. desember kl. 13.30 í Funaborg á Melgerðismelum. Dansað verður í kringum jólatréð, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka og á eftir eru veitingar, kaffi og kökuhlaðborð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Jólakveðjur,
Kvenfélagið Hjálpin

Jólakveðja frá leikskólanum Krummakoti
Leikskólinn Krummakot sendir öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir velvild og hlýju í sinn garð á árinu sem er að líða. Það er ekki sjálfgefið að fólk hugsi til leikskólans þegar það situr uppi með efnivið eins og t.d. afgangspappír eða bækur sem hættar eru að nýtast á heimilinu en koma að góðum notum hjá okkur í leikskólanum. Allt samstarf við nærsamfélag leikskólans er okkur einnig einstaklega dýrmætt og gefur óendanlega möguleika til náms og góðra upplifana. Fyrir allt þetta viljum við þakka.
Að lokum hvetjum við alla íbúa til að taka höndum saman og huga að umhverfismálum með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Hugsum á heimsvísu og byrjum heima!
Umhverfis- og friðarkveðja frá nemendum og starfsfólki Krummakots.

Reiðskóli í Ysta-Gerði fyrir byrjendur og minna vana
Stubbar 3-5 ára þriðjudaga eða miðvikudaga kl. 17.00
Börn 6-9 ára þriðjudaga eða miðvikudaga kl. 17.45
Unglingar 10-15 ára þriðjudaga eða miðvikudaga kl. 18.30
Vorönnin er 10 skipti frá viku 3 – 15.
Kennt er í reiðskemmunni í Ysta-Gerði. Kennari er Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Reiðskólinn er í samstarfi við Hestamannafélagið Funa sem greiðir niður þátttökugjaldið um 10.000 kr. fyrir hvert barn sem er í Funa (hægt að gerast félagi í Funa endurgjaldslaust). Fullt verð á vorönn er 35.000 kr. en fyrir Funafélaga er verðið 25.000 kr. Innifalið er hestar, reiðtygi og hjálmar. Foreldrar eru velkomnir inn í kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.
Skráning er á netfangið sara_arnbro@hotmail.com eða í síma 845 2298

Jólamót Samherja í borðtennis
Sunnudaginn 27. desember verður jólamót Umf. Samherja í borðtennis í íþróttahúsinu okkar. Mótið byrjar klukkan 14.00 en við fáum húsið klukkan 13.00 og hægt er að byrja að slá frá þeim tíma.
Mótið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og alla aldursflokka. Það er því tilvalið að skella sér í borðtennis með allri fjölskyldunni, jafnvel þótt enginn hafi mætt á æfingu eða spilað borðtennis áður. :-)
Auk þess að keppa við hvert annað verður stillt upp keppni við nýja borðtennisróbótinn okkar. Allri keppni verður styrkleikaskipt eins og kostur er því markmiðið er að allir hafi gagn og gaman af deginum.
Skorum á ykkur að líta við, taka þátt í keppninni ef þið mögulega hafið tíma til en að öðrum kosti prófa að spila, spila við róbótinn og njóta þess að horfa á hina spila.
Gleðilega hátíð - sjáumst á sunnudaginn.
Borðtennisþjálfararnir

Kynning á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Gönguleið og reiðleið frá Akureyri að Hrafnagilshverfi
Á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er nú til kynningar breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 þar sem legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) sem liggur frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar. Kynningin er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið omar@landslag.is í síðasta lagi þann 15. janúar 2016.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar
Opnunartímar yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
23.-26. des. lokað
27. des. opið kl 10.00-17.00
28.-30. des. opið kl. 06.30-21.00
31. des lokað
1. jan. lokað
2. jan. opið kl 10.00-17.00

Messur í Laugalandsprestakalli um hátíðar
Aðfangadagur: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22.00
Jóladagur: Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 11.00
Jóladagur: Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13.30
Annar jóladagur: Helgistund í Möðruvallakirkju kl. 11.00
Gamlaársdagur: Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 11.00
Gleðileg jól
Sóknarprestur

Getum við bætt efni síðunnar?