Auglýsingablaðið

823. TBL 25. febrúar 2016 kl. 10:03 - 10:03 Eldri-fundur

Kvenfélagið Aldan-Voröld aðalfundur
Aðalfundur kvenfélagsins Aldan-Voröld verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl. 19 í Félagsborg. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf og skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur verður einnig í boði.
Konur eru hvattar til að ganga í félagið og láta gott af sér leiða, fyrst og fremst fyrir nærsamfélagið.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Stjórnin

Pítsuhlaðborð á Lamb Inn föstudag
Pítsuhlaðborð a la Unnur María verður á Lamb Inn föstudagskvöld kl. 18-20. Verð kr. 1.690.- á manninn. Verður lambapítsa í boði?
Vinsamlegast pantið borð fyrir kl. 16 á föstudag í síma 463 1500.

Aðalfundur Munkaþverárkirkju
Aðalfundur sóknarinnar verður haldinn á Rifkelsstöðum (hjá Gunnari og Völu) fimmtudaginn 2. mars kl.20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin

Tún til leigu
Í vor verða tún til leigu í Gnúpufelli. Um er að ræða 17-18 hektara í heimatúni þar af tvo hektara nýlega endurræktaða. Einnig 5 hektarar á Sandgerðishólma norðan Núpár. Túnin eru í góðri rækt. Taka þarf uppskeru fyrir fyrstu göngur. Snyrtilegri umgengni og góðrar áburðargjafar krafist. Skriflegir samningar gerðir. Skrifleg tilboð er tilgreinir fjölda hektara og leiguverð sendist til mín fyrir 5. mars næstkomandi.
Ingibjörg

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara
……við reynum aftur…..
Laugardaginn 27. febrúar n.k. blásum við til leiks að nýju þegar Hrossaræktarfélagið Náttfari stendur fyrir folaldasýningu. Sköpulagsdómar verða fyrir hádegi en eftir hádegið kl.13 hefst sjálf sýningin í Melaskjóli á Melgerðismelum. Opið hús í Funaborg í hádeginu, pylsu-og samlokusala. Skráning fer fram um netfangið holsgerdi@simnet.is eða í síma 857-5457 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 25. febrúar. Frekari upplýsingar á www.funamenn.is
F.h. stjórnar, Sigríður Hólsgerði

Dósasöfnun fyrir 10. bekk Hrafnagilsskóla
Við minnum á að á gámasvæðinu er söfnunargámur fyrir dósir og flöskur til styrkar ferðasjóði 10. bekkjar Hrafnagilsskóla.
Með fyrirfram þökkum.
Fjáröflunarráð 10. bekkjar

Getum við bætt efni síðunnar?