Auglýsingablaðið

826. TBL 17. mars 2016 kl. 08:34 - 08:34 Eldri-fundur

Aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra fyrir Hrafnagilsskóla til eins árs. Ráðið verður frá 1. ágúst 2016 – 31. júlí 2017. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum, ótvíræður leiðtogi og fær í samskiptum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun er æskileg.
• Reynsla af kennslu og vinnu með börnum.
• Leiðtogahæfileikar, metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni.
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
Upplýsingar um starfið veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464 8100 og 699 4209 eða í gegnum netfangið hrund@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Sóknarnefndarfundur Surbæjarsóknar
Sóknarnefndarfundur Saurbæjarsóknar verður haldin 17. mars 2016 kl. 10.30 í Hleiðargarði. Sóknarnefndarbörn kvött til að mæta. Kaffi og meðlæti.
Kveðja sóknarnefnd.

Álfagallerýið vinnustofa Teigi
Verðum með opið alla páskana frá kl. 13 til 17. 
20. gesturinn á skírdag og annan í páskum fær gefins páskaegg.
Verið velkomin að skoða handverk álfanna. Athugið að það er ekki posi á staðnum.
Gerða og Fríður.

Vorjafndægur og Dagur hreins vatns 20 mars
Blessunarathöfn á vatnið og fögnum vorinu, tíma sköpunar og nýrrar byrjunar.
Sólarmusterið Finnastöðum kl.20. Komið vel klædd og skóuð. Skráning og nánari upplýsingar gefur Sólarljósið í síma 863-6912 solarmusterid@gmail.com

Silva- föstudagsopnun
Opið föstudaginn 18.mars frá kl. 18:00 - 21:00 - ATH lengri opnunartími.
Fjósafólk- ekkert mál að hringja á undan og láta vita ef ykkur seinkar.
Fjölbreytt hlaðborð tilvalið fyrir þá sem langar til að prófa gómsætu réttina okkar.
Fullorðnir 2500 krónur, börn undir 12 ára 1250 krónur, frítt fyrir börn undir grunnskólaaldri.
Einnig er hægt að kíkja og fá sér gómsætar kökur og kaffi eða grípa mat með sér heim. Þá er gott að hringja á undan sér og panta.
Einnig verða vörurnar okkar til sölu eins og venjulega.
Gott að panta borð í síma 851 1360 eða á silva@silva.is
Kíkið á heimasíðuna eða Silva hráfæði á facebook

Páskaganga og vöfflukaffi Dalbjargar
Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 25. mars nk. Gangan hefst við húsið okkar Dalborg í Hrafnagilshverfinu kl. 10 og gengið verður gömlu bakkana að Munkaþverá. Hægt verður að velja um nokkrar vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, auk þess sem drykkjarstöðvar verða á leiðinni.
Þátttökugjald í göngunni eru 1500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur og kaffi í nýja húsinu okkar að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikninginn okkar, 302-26-12484 og kt. 530585-0349
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. Eins og í fyrra ætlar unglingadeildin og umsjónarmenn hennar að sjá um gönguna. Þetta er því kjörið tækifæri til að hitta efnilegu krakkana í unglingadeildinni og styrkja þau í sínu starfi.
Gleðilega páska!
Hjálparsveitin Dalbjörg
www.dalbjorg.is

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Opnunartímar á næstunni:
Í dymbilviku er opið mánudag til miðvikudags eins og venjulega. Fyrsti opnunardagur eftir páska er þriðjudagurinn 29. mars.
Venjulegur opnunartími safnsins:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang og niður á neðri hæð.

Aðalfundur Funa
Aðalfundur Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál.
Stjórnin.

Ungmennafélagið Samherjar
Því miður var ekki hægt að halda áður auglýstan aðalfund umf. Samherja svo við reynum aftur.
Aðalfundur umf. Samherja verður haldinn þriðjudaginn 22. mars kl. 20:15 í stofu 7 í Hrafnagilsskóla. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf en að auki væri gott og gagnlegt að fá umræður um stefnu og markmið félagsins. Við bjóðum alla velkomna á fundinn og eru foreldrar iðkenda sérstaklega hvattir til að mæta.
Þess má geta að búið að er manna stjórn félagsins svo fundarmenn þurfa ekki að óttast að lenda í stjórn frekar en þeir vilja.
Veitingar verða í boði og við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn umf. Samherja

Getum við bætt efni síðunnar?