Auglýsingablaðið

832. TBL 28. apríl 2016 kl. 16:52 - 16:52 Eldri-fundur

Heilsueflandi samfélag í Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit og Embætti landlæknis gerðu nýlega með sér samstarfssamning um þátttöku Eyjafjarðarsveitar í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Birgir Jakobsson, landlæknir og Karl Frímannsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, undirrituðu samninginn í Reykjavík 15. mars síðastliðinn.
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.
Með undirritun samningsins bætist Eyjafjarðarsveit í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú sjö talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.
Fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar stendur að verkefninu fjögurra manna stýrihópur en það eru: Halldóra Magnúsdóttir, Tryggvi Jóhann Heimisson, Vilborg G. Þórðardóttir og Þórir Níelsson.
Áætlað er að halda fjóra viðburði á ári tengda verkefninu og fyrsta árið verður lögð megin áhersla á hreyfingu. Tekið verður saman viðburðadagatal sem sent verður á öll heimili í sveitarfélaginu. Í því mun verða hægt að nálgast upplýsingar um heilsutengda viðburði og þjónustu sem íbúar geta sótt næsta árið.
Stýrihópur Heilsueflandi Eyjafjarðarsveitar

SPA Knarrarberg
Föstudaginn 29. apríl verður vinsæla cozy kvöldið frá kl. 20 til kl. 23 í SPA-inu okkar. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum síma 865-9429 eða með tölvupósti á netfangið ab@inspiration-iceland.com. Hámarks fjölda gesta er 18 manns.
Verið velkomin. Vefsíðan okkar er www.yogaspa.is

Handverkssýning
Handverkssýning Félagsstarfs aldraðra í Eyjafirði verður í Félagsborg Hrafnagili, laugardag 30. apríl og sunnudag 1. maí kl. 13-17 báða dagana.
Kaffisala til ágóða fyrir félagsstarfið. Allir velkomnir.
Félag aldraðra í Eyjafirði.
Tekið verður á móti sýningarmunum á laugardeginum frá kl. 10 í Félagsborg.

Útivistarnámskeið Samherja - Nú fer hver að verða síðastur!
Takk fyrir jákvæðar viðtökur. Enn er hægt að skrá sig en skráningarfrestur er til 1. maí. Vikuna 6. – 10. júní á milli kl. 8 og 14 munu Samherjar bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn fædd árin 2006-2010. Pinnabrauð, bátagerð, poppað yfir eldi, skordýraskoðun, leikir og fleira.
Námskeiðið kostar 15.000 kr. Skráning á netfangið hallahafb@hotmail.com .
Nánari upplýsingar á heimasíðu Samherja http://www.samherjar.is/

Freyvangsleikhúsið – Minningarsýning – síðasta sýningarhelgi
Þá er komið að leiðarlokum hjá Saumastofunni sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Um síðustu helgi þurfti af óviðráðanlegum orsökum að fella niður Minningarsýninguna. Örvæntið ei því hún verður n.k. föstudag.
Minningarsýning kemur í stað Stjánasýningar sem leikfélagið hefur verið með ár hvert. Nafni sýningarinnar var breytt að ósk ættingjar Stjána sem fannst rétt að heiðra minningu fleiri félaga.
Innkoman af sýningunni rennur í sérstakan sjóð Freyvangsleikhússins, sem er ætlaður til að styðja félaga til leiklistarnáms og til annarrar uppbyggingar félagsins.
Minningarsýning genginna félaga verður föstudaginn 29. apríl kl. 20.
Síðustu sýningar á Saumastofunni:
Föstudaginn 29. apríl - Minningarsýning
Laugardaginn 30. apríl - Lokasýning
Allar sýningar byrja kl. 20 - húsið opnar 19.15
Miðapantanir: Í síma 857-5598, freyvangur@gmail.com, Eymundsson á Akureyri eða á facebook.
Með leikhúskveðju úr Freyvangi

Aðalfundur Möðruvallarsóknar
Aðalfundur Möðruvallarsóknar verður haldinn miðvikudaginn 4.maí kl. 20.30 á Hríshóli 2.
Venjuleg aðalfundastörf.
Sóknarbörn velkomin.
Sóknarnefnd Möðruvallarsóknar

Salka er horfin
Brún bröndótt ung læða með rauða hálsól hvarf frá Kristnesi 6 laugardaginn 16.apríl. Ef einhver hefur orðið var við ferðir hennar þá vinsamlegast látið Önnu vita í síma 869-8466.
Með þakklæti, Anna

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 28.apríl á Öngulsstöðum kl. 11. Veitingar í boði félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf en auk þess mun Baldur Helgi Benjamínsson flytja erindi um erfðamengisúrval sem er um þessar mundir að ýta hefðbundnum afkvæmaprófunum til hliðar um nær allann heim.
Stjórnin

Vortónleikar söngdeildar.
Fyrstu vortónleikar skólans verða laugardaginn 30. apríl en þá mun söngdeildin halda sína tónleika.
Tónleikarnir verða í Laugarborg og hefjast kl. 13.30
Söngkennari er Guðlaugur Viktorsson.
Meðleikari á tónleikunum verður Dóróthea Dagný Tómasdóttir.

Vortónleikar hljóðfæranemenda.
Vortónleikar hljóðfæranemenda; þriðjudaginn 3. maí kl. 16.30 og 20.30 í Laugarborg.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Getum við bætt efni síðunnar?