Auglýsingablaðið

841. TBL 01. júlí 2016 kl. 08:40 - 08:40 Eldri-fundur

Alþýðulistasýning á heyrúllum
Í tilefni Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar sem fram fara dagana 4.–7. ágúst er ætlunin að efna til alþýðulistasýningar í anda póstkassa og fulgahræðuverkefnanna.
Listakonurnar Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir munu aðstoða við sýningarhaldið en þær munu dagana 4.–15. júlí fara um sveitina og skreyta rúllur í samvinnu við börn í sveitinni á aldrinum 10–16 ára.
Áhugsöm börn geta í samstarfi og samráði við foreldra sína sent tölvupóst á handverk@esveit.is en í boði er fyrir þau börn að taka þátt í listgjörningnum sér að kostnaðarlausu og fá leiðsögn listakvennanna. Það eina sem börnin þurfa að koma með er góða skapið, fatnaður við hæfi og að koma sér á staðinn. Upplýsingar um stað og stund hverju sinni munu berast þátttakendum í tölvupósti.
Þá hvetjum við sveitunga að taka þátt í sýningunni með því að stilla upp rúllu og mála og skreyta eins og hugmyndaflugið býður upp á.
Við munum mynda öll verk og útbúa sýningaskrá sem sett verður upp á fésbókarsíðu hátíðarinnar en stefnt er að því að „opna“ sýninguna 15. júlí og að hún standi fram yfir hátíð.
Við höfum jafnframt áhuga á að hafa þann möguleika að fá nokkrar rúllur til að prýða sýningarsvæði Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar.
Við hvetjum sveitunga til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.
Katrín Káradóttir (8524555) og Guðný Jóhannesdóttir (8982597) frá Öngulsstöðum.

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða deildarstjóra
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Einnig nöfn meðmælenda sem hafa má samband við.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.esveit.is, einnig veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri upplýsingar í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is.

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í blönduð störf
Um er að ræða 100% starf frá 9. ágúst n.k. Óskað er eftir jákvæðum, traustum og vandvirkum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og nöfn meðmælenda sem hafa má samband við. Umsóknarfrestur er til 4. júlí n.k.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.esveit.is, einnig veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri upplýsingar í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is.

Starfsmann vantar í heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið í hlutastarf í heimaþjónustu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutíminn er alla virka daga frá kl. 09.30-11.30. Nánari upplýsingar veitir Erla í síma 463-0604 eða á netfanginu erla@esveit.is

Námskeið
Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann og Nordplus, ætlar að halda námskeið dagana 2.-4. ágúst í Laugalandi. Textílkennarar frá Finnlandi og Eistlandi munu kenna framhaldsnámskeið í knippli, sólarlitun, finnskt og eistneskt prjón og leðursaum sem uppruninn er frá eyjunni Vormsi. Hvert námskeið kostar 10.000 krónur og er efniskostnaður innifalinn.
Heimilisiðnaðarfélagið sótti styrk til Nordplus og hafa íslenskir kennarar farið héðan og til Finnlands að kenna íslenskt handverk, og finnskir og eistneskir kennarar komið til Íslands á móti. Þau námskeið hafa verið haldin í húsnæði Heimilisiðnaðar-félagsins í Nethyl, en nú fáum við norðan heiða að njóta! Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja læra eitthvað nýtt eða bæta við þekkingu sína, í húsnæði Handraðans á Laugalandi, með úrvals textíl kennurum og frábærum félagsskap!
Áhugasamir hafi samband við Kristínu Völu Breiðfjörð hjá Handraðanum. Sendið línu á kristinbreidfjord@gmail.com

Sumarakvarell ´16 að Dyngjan-listhús
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem hafa nokkra reynslu af því að mála með vatnslitum, en vilja bæta við sig kunnáttu.
Helstu áherslur:
• Vatnslita tækni og mismunandi pappír.
• Að mála vott í vott.
• Fagurfræðileg umræða.
• Málað úti undir berum himni (ef veður leyfir).
• Verklegar æfingar, umræður og sýnikennsla.

Námskeiðið verður í Dyngjunni-listhúsi í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, dagana 19.-21. ágúst, byrjar á föstudegi kl. 17.00-21.00 og kl. 10.00-17.00 hina dagana. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Innifalið er 18 tíma námskeið, kaffi, te og lummur. Annars taka nemendur með sér matarpakka/nesti.

Kennari; Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og myndlistarkennari.
Nánari upplýsingar í garmann@vma.is

Volare fyrir húð og hár, manna og dýra!
Þú getur pantað „hvenær sem er“ fyrir kl. 22.00 á sunnudagskvöldum og vörurnar koma miðvikudaginn á eftir.
Hægt að panta í gsm 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.
Má bjóða þér að vera gestgjafi? Gestgjafi heldur kynningu heima hjá sér og fær gestgjafagjafir, afslætti og fleiri tilboð.
Einnig er velkomið að kíkja til mín í heimsókn í Sunnutröð 5, Hrafnagilshverfinu .
Hafðu samband og mælum okkur mót  Hrönn, söluráðgjafi Volare

Getum við bætt efni síðunnar?