Auglýsingablaðið

842. TBL 13. júlí 2016 kl. 09:53 - 09:53 Eldri-fundur

Námskeið
Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann og Nordplus, ætlar að halda námskeið dagana 2.-4. ágúst í Laugalandi. Textílkennarar frá Finnlandi og Eistlandi munu kenna framhaldsnámskeið í knippli, sólarlitun, finnskt og eistneskt prjón og leðursaum sem uppruninn er frá eyjunni Vormsi. Hvert námskeið kostar 10.000 krónur og er efniskostnaður innifalinn.
Áhugasamir hafi samband við Kristínu Völu Breiðfjörð hjá Handraðanum. Sendið línu á kristinbreidfjord@gmail.com

Sumarakvarell ´16 að Dyngjan-listhús
Námskeið fyrir byrjendur og þá sem hafa nokkra reynslu af því að mála með vatnslitum og vilja bæta við sig kunnáttu.
Námskeiðið verður í Dyngjunni-listhúsi í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, dagana 19.-21. ágúst, byrjar á föstudegi kl. 17.00-21.00 og kl. 10.00-17.00 hina dagana. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Innifalið er 18 tíma námskeið, kaffi, te og lummur. Annars taka nemendur með sér matarpakka/nesti.
Kennari; Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og myndlistarkennari.
Nánari upplýsingar í garmann@vma.is

Húsnæði óskast
Óskum eftir leiguhúsnæði, 2-3 herbergja.
Upplýsingar í síma 849-7312, 866-3275 eða 466-3265.
Jóhannes og Guðný

Òskum eftir íbúð til leigu
Við erum hjón með tvö börn. Kostur væri ef það yrði nàlægt Hrafnagilshverfinu. Endilega hafið samband ì síma 868-9217 Jonni eða 866-0008 Ròsa

Húsnæði óskast
Ungt par með 3 ára hund leitar að heimili. Leigugeta okkar er 120.000 kr. á mánuði og getum látið fylgja meðmæli. Við erum róleg og heiðarleg. Endilega hafið samband í síma 846-9903 Sigrún eða email candymccorn@gmail.com

Kæru vinir!
Í tilefni fimmtugsafmæla okkar,
skulum við gleðjast saman
9. júlí eftir kvöldmjaltir.
Kveðja, Sverrir og Jóna

Volare
Má bjóða þér bækling og prufur?
Hafðu samband í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare

Gjöf til Kristnesspítala frá Hollvinasamtökum SAk
Holllvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu Kristnesspítala veglega gjöf þann 30.júní síðastliðinn. Um er að ræða 9 fullkomna flatskjái sem settir verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi.
Eining-Iðja og Félag málmiðnaðarmanna styrktu verkefnið veglega og einnig útvegaði Ormsson tækin með góðum afslætti og studdu þannig við verkefnið. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Markmið Hollvinasamtaka SAk er að styðja við og styrkja starfsmei Sjúkrahússins á Akureyri. Skal það gert með því að vekja athygli á og hvetja til eflingar starfseminnar á opinberum vettvangi í samráði við yfirstjórn sjúkrahússins og eins með öflun fjár til styrktar starfseminni. Nánari upplýsingar um samtökin má finna á www.sak.is.
Það er einlæg von stjórnar Hollvinasamtakanna að gjöfin nýtist skjólstæðingum spítalans sem allra best.

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar
Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 voru afhent í liðinni viku. Markmið með umhverfisverðlaunum er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár.
Að þessu sinni afhenti Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, annars vegar Önnu Guðmundsdóttur og Páli Ingvarssyni á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg viðurkenningar umhverfisnefndar vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.
Anna og Páll hafa í áranna rás látið skógrækt mjög til sín taka og hafa gengið vasklega fram á þeim vettvangi. Þau hafa aflað sér mikillar þekkingar á skógrækt meðal annars með því að sækja fjölmörg námskeið. Þau hafa með margvíslegum hætti tekið þátt í starfi skógræktarfélaga auk þess að hafa kappkostað að gera skógarsvæðið í landi sínu aðgengilegt með grisjun og stígalagningu. Meðal áhugaverðustu verkefna þeirra þessi misserin er jólatrjárækt og má jafnvel gera ráð fyrir að skógrækt Reykhúsahjóna nái inn í stofur Eyfirðinga þegar á næstu jólum.
Eggert Eggertsson staðarhaldari að Laugarborg hefur undanfarin ár sýnt einstaka natni og metnað við fegrun og viðhald Laugarborgar svo tekið er eftir. Laugarborg er áberandi hús í sveitarfélaginu þar sem það stendur og mikilsvert fyrir umhverfið að sómi sé að byggingunni. Tónleikahald hefur löngum verið helsta hlutverk Laugarborgar, en nú hefur húsið í vaxandi mæli orðið eftirsóttara fyrir hverskyns samkomur og veisluhöld, svo sem brúðkaup og fermingar og mikið um að vera í sumar hjá Eggert. Ekki er um að efast að framlag hans er snar þáttur í betri nýtingu hússins. Því er umhverfisverðlaunum vel fyrir komið hjá Laugarborg.
Eyjafjarðarsveit þakkar heimilisfólki á Reykhúsum ytri og Laugarborg fyrir framlag sitt til fegrunar umhverfisins í sveitarfélaginu.

Getum við bætt efni síðunnar?