Auglýsingablaðið

849. TBL 24. ágúst 2016 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

Breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Gönguleið og reiðleið frá Akureyri að Hrafnagilshverfi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 18. maí 2016 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Tillagan var auglýst frá 9. mars til og með 20. apríl 2016. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skrifstofu sveitarfélagsins. 
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar


Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. Óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
Ekki má flytja sauðfé yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.
Sveitarstjóri


Göngur 2016
Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september.
Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd


Réttardagar í Eyjafjarðarsveit 2016
Þverárrétt sunnudagur 4. sept. kl.10:00
Möðruvallarétt sunnudagur 4. sept. þegar komið er að
Hraungerðisrétt laugardagur 3. sept. þegar komið er að
Vatnsendarétt sunnudagur 11. sept.
Í aukaréttum þegar komið er að.
Fjallskilanefnd


Félag aldraðra í Eyjafirði
Haustferðin er ákveðin fimmtudaginn 8. september. Farið verður frá Félagsborg
kl. 9:00. Ekið verður um Suður-Þingeyjarsýslu. Farið verður í Út-Kinn og skoðuð Vélsmiðjan í Árteigi. Súpa í hádeginu á Húsavík og þar skoðað Hvalasafnið og Safnahúsið. Farið verður að Þeistareykjum og ekið þaðan í Mývatnssveit og kvöldverður snæddur á Hótel Laxá. Í heimleið verður komið við í Kvígindisdal hjá Guðrúnu og Jóni. Kostnaður ferðar á mann er 15.000 kr. (allt innifalið). Greiðist í rútunni (ekki posi).
Þátttaka tilkynnist til einhvers undirritaðs í síðasta lagi miðvikudaginn 31. ágúst.
Reynir Schiöth s. 862-2164
Ólafur s. 894-3230
Jófríður s. 846-5128


Vetraropnun hefur tekið gildi í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið virka daga kl. 6:30-21:00
Opið um helgar kl. 10:00-17:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
 

Bæjakeppni Funa
Hin árlega bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 27. ágúst nk. kl. 14:00.
Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
Skráning keppenda er í Funaborg frá kl. 12:30 til 13:30 sama dag.
Hvetjum við alla til að koma og vera með.
Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á sínum stað ásamt verðlaunaafhendingu.
Allir velkomnir.
Stjórn, mótanefnd og húsnefnd Funa
 

Silva – Syðra-Laugalandi efra
Síðustu dagar sumaropnunar - við lokum 1. september.
Opið alla daga frá kl. 17:00-21:00 til og með 31. ágúst.
Bjóðum upp á morgunverð milli kl. 7:00-10:00, nauðsynlegt að panta daginn áður.
Ýmsar vörur til sölu s.s. brauð, salöt, sælgæti og drykkir.
Heimtökumatur í boði alla daga á opnunartíma.
Gott að panta borð í síma 851 1360 eða á silva@silva.is
Kíkið á heimasíðuna eða Silva hráfæði á facebook

ÁRÍÐANDI TILKYNNING
Sl. föstudag (19. ágúst) var klárað að leggja jarðstrenginn frá Laugalandi að Fellshlíð og þá er komið að því að tengja hann. Það þýðir reyndar 2-3 sinnum straumleysi á notendur í austanverðum Eyjafirði:

*Á fimmtudag og föstudag 25. og 26. ágúst, verða notendur sem fá nýja spennistöð færðir á milli. Það þýðir um klukkutíma straumleysi á hvern bæ. Haft verður samband og gert í samráði við notendur á hverjum stað.

*Á þriðjudag í næstu viku, þ.e. 30. ágúst milli kl. 13:00 og 17:00 verður loftlínan aftengd, en það þýðir aftur um 30 mín til 4 tíma straumleysi, þ.e. 30 mín á milli Laugalands og Fellshlíðar, en í um 4 tíma frá Gnúpfuelli að Fellshlíð. Notendum verður send tilkynning í SMS og tölvupósti.

Getum við bætt efni síðunnar?