Auglýsingablaðið

850. TBL 02. september 2016 kl. 11:38 - 11:38 Eldri-fundur

Göngur 2016
Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september.
Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd


Réttardagar í Eyjafjarðarsveit 2016
Þverárrétt sunnudagur 4. sept. kl.10:00.
Möðruvallarétt sunnudagur 4. sept. þegar komið er að.
Hraungerðisrétt laugardagur 3. sept. þegar komið er að.
Vatnsendarétt sunnudagur 11. sept.
Í aukaréttum þegar komið er að.
Fjallskilanefnd


Framhaldsskólaakstur
Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt svohljóðandi bókun:
„Sveitarstjóri leggur fram minnisblað sem unnið er á skrifstofu sveitarfélagsins og gerir grein fyrir upplýsingum sem fram hafa komið undir vinnslu málsins. Sveitarstjóra falið að finna og semja við samstarfsaðila um framhaldsskólaakstur frá Hrafnagilshverfi að Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri og leita leiða til að gera það á svo hagkvæman hátt sem hægt. Fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir áramót í ljósi reynslunnar. Gjald fyrir önnina verði kr. 20.000,- á hvern nemanda.“
Samið hefur verið við Hópferðabíla Akureyrar um aksturinn. Aksturinn hófst 29. ágúst og farið er frá Laugarborg kl. 07:45. Heimferð verður frá MA kl. 16:20 og VMA kl. 16:23 og er ekið að Laugarborg.
Notendur skulu skrá sig á netfangið esveit@esveit.is fyrir föstudaginn 2. september með upplýsingum um nafn notenda, skóla sem við komandi sækir og kennitölu greiðanda. Greiðsluseðlar vegna haustannar verða sendir út í október.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Þá er skólastarf hafið að nýju og kominn tími til að opna bókasafnið.
Frá 1. september er safnið opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Áfram verða óformlegar hannyrðastundir á fimmtudögum frá kl. 16:00. Þá gæti verið gaman að taka með sér handavinnuna sína og fá sér kaffibolla og spjall á bókasafninu, líta í nýjustu tímaritin eða fá sér skemmtilega bók að láni.
Sjáumst á safninu :-)


Fyrsti fundur vetrarins
Hjálparsveitin Dalbjörg
Fyrsti almenni fundur vetrarins hjá Hjálparsveitinni Dalbjörg verður haldinn sunnudagskvöldið 4. september nk. kl. 20:30 í Dalborg. Farið verður yfir vetrarstarfið, námskeið og önnur fyrirliggjandi mál.
Við vonumst til að sjá sem flesta og nýjir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Almennir fundnir verða haldnir reglulega eins og verið hefur, alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Sjá nánar á www.dalbjorg.is.
Kær kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg


Tínur, traföskjur
Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í tínugerð.
Tínur/traföskjur hafa verið gerðar á öllum Norðurlöndum og nýttar undir smádót. Traföskjur voru notaðar undir trafið sem var höfuðbúnaður kvenna.
Námskeiðið verður haldið í smíðastofu Hrafnagilsskóla helgina 21.-23. okt. og kostar 27.000.- fyrir utan efni. Kennari Ingvar Engilbertsson.
Upplýsingar hjá engilb@akmennt.is og í síma 848-4658


Félagar í Framsóknarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn þann 1. september, í Hlöðunni á Öngulsstöðum kl. 20:30.
Formaður Framsóknarflokksins mun heiðra samkomuna. Aðrir gestir velkomnir.
Stjórnin


Aðalfundur í Freyvangi
Þriðjudaginn 6. september kl. 20:00 heldur Freyvangsleikhúsið aðalfund félagsins í Freyvangi. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugasamir um starf leikfélagsins eru hvattir til að mæta.
Stjórn Freyvangsleikhússins


Síðsumarsfagnaður á Smámunasafninu!
Kæru sveitungar, það verður pönnuköku-sunnudagur þann 4. september, milli kl. 13:00 og 17:00 á Smámunasafninu. Hestamannafélagið Funi teymir undir börnum gegn vægu gjaldi, leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju, ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu í og við safnið og að sjálfsögðu verðum við með ljúffengar pönnukökur í ýmsum útgáfum á „Kaffistofunni“ og heitt á könnunni.
Verði hjartanlega velkomin.
Stúlkurnar á Smámunasafninu

Getum við bætt efni síðunnar?