Auglýsingablaðið

858. TBL 26. október 2016 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið
Skila þarf inn auglýsingum fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 3.11.16

 

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 29. október 2016
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. október 2016; Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson og Níels Helgason

 

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. október 2016
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 29. október 2016, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl. 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 5. október 2016

 

Kosningavöfflur og kaffi/djús 2016, milli kl. 10:00 og 18:00
Laugardaginn 29. október verða alþingiskosningar og þann dag ætlum við nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla að vera með vöfflukaffi í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Vaffla með rjóma og kaffi/djús kostar 500 kr., athugið að enginn posi er á staðnum. Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóðinn okkar.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest.
Nemendur í 10. bekk

 

Niðurgreiðsla æfingagjalda
Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar.
Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þær íþróttir/tómstundir sem þau hafa ekki tök á að stunda í sveitarfélaginu. Niðurgreiðslan eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar http://www.esveit.is/static/files/bla/niduraef2012.pdf eða í síma 463-0600.
Skrifstofan

 

Umsókn um styrk frá íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
Allir þeir sem lögheimili eiga í Eyjafjarðarsveit geta sótt um styrk frá nefndinni.
Einungis er hægt að sækja um einn styrk á hverju ári. Umsóknin skal vera skrifleg og undirrituð af viðkomandi aðila. Umsóknina skal senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og stíla hana á nefndina.
Í umsókn þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:
• Nafn, heimili, kennitala og bankaupplýsingar umsóknaraðila.
• Ástæða umsóknar, s.s. keppnisferð, æfingabúðir, námskeið.
• Heildarkostnaður.
• Afrit af farseðli eða staðfesting þjálfara/farastjóra skal fylgja umsókninni.
Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar

 

Inspiration Iceland ehf. og Knarrarberg
Í vetur verða öll föstudagskvöld kósý-kvöld og síðasta föstudagskvöld í mánuði verður alveg sérstakt með DJ/dans (oldies).
**Fyrsta SPA & DJ/dans kósý-kvöldið er núna 28. október.
Verð er 3.000 kr. og 3.500 kr. með dansi.
Ath. Þetta er áfengislaus skemmtun!
Erum einnig með vinsæla yoga & spa pakka fyrir viðburði, hópefli og vinafagnaði.
Slepptu öllu stressi og hafðu samband: info@inspiration-iceland.com eða 865-9429.
yogaspa.is

 

Gaia God/dess Temple, Gaia hofið opið konum og körlum
Hjartanlega velkomin í Gaia hofið á nýju tungli laugardaginn 29. október klukkan 20:00-22:00 í fallega salnum á Knarrarbergi.
Við munum anda okkur inn í andartakið og dansa og hreyfa okkur í takt við sál og líkama. Við finnum miðju okkar og jafnvægið í því að vera meðvituð og vakandi og í djúpri tengingu við sjálf okkur og í tengingu við móður jörð og alheiminn. Við munum hugleiða, dansa, fara í góða slökun með Gong og heilandi kristalhljómskálum og njóta þess að vera saman í öruggu umhverfi og systra- og bræðralagi. Komið í þægilegum fatnaði. Kostnaður er 2.500 kr. fyrir kvöldið, te innifalið. Við komum saman á nýjum og fullum tunglum.
Skráning/upplýsingar hjá Sollu í síma 857-6177 eða í gegnum facebook: Thora Solveig Bergsteinsdottir

 

Óskum eftir pössun!
Erum bræður fjögra og fimm ára, sem vantar góðan einstakling til þess að passa okkur seinni partinn, einu sinni í viku og einstök kvöld. Hægt er að hafa samband við mömmu í síma 694-5524 eða með því að senda henni tölvupóst á meltrod4@gmail.com

Getum við bætt efni síðunnar?