Auglýsingablaðið

864. TBL 07. desember 2016 kl. 11:15 - 11:15 Eldri-fundur

Breyting á húsaleigubótum frá og með 1. janúar 2017
Þann 1. janúar 2017 taka gildi ný lög um húsnæðisbætur.
Þá munu sveitarfélög hætta að greiða húsaleigubætur og umsóknir um húsaleigubætur falla úr gildi hjá sveitarfélaginu.
Í þeirra stað koma húsnæðisbætur sem sækja verður um hjá Vinnumálastofnun.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2017 vegna janúar 2017. 
Umsækjandi verður að vera orðinn 18 ára og vera aðili að húsaleigusamningi. 
Búið er að opna fyrir umsóknir á www.husbot.is
Húsnæðisbætur fyrir 15-17 ára leigjendur á heimavistum og námsgörðum verða áfram hjá sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is og heimasíðu Vinnumálastofnunar www.husbot.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Aðventukvöld í Grundarkirkju
Sunnudagskvöldið 11. desember kl. 20:30. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri flytur jólahugleiðingu. Organisti er Daníel Þorsteinsson og prestur er sr. Sunna Dóra Möller
Verið velkomin, Sunna Dóra.


Næsta söluferð + dósa-& flöskusöfnun á gámasvæðinu! :)
Við í 10. bekk Hrafnagilsskóla förum í söluferð eftir áramót með pappír, en ef ykkur vantar pappír fyrir þann tíma þá er hægt að hafa samband við ritara skólans í síma 464-8100 eða með tölvupósti á nanna@krummi.is
Vekjum athygli á dósa-& flöskusöfnuninni okkar á gámasvæðinu :)
Við sendum jólakveðju til sveitunga og þökkum fyrir stuðninginn :)


HNETUSTEIK
Nú tökum við á móti pöntunum í hnetutsteikina góðu:
500 gr 2.000 krónur
1.000 gr 3.900 krónur
Afhendingartími mánudaginn 19. des. frá kl. 16:00 – 22:00 á Silvu, Syðra-Laugalandi efra.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð, salöt, sósa, ís og frostpinnar, grænmetisbuff og allskyns konfekt og kökur.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is


Jóla-jóla-jóla... kartöflur???
Vantar þig kartöflur? Litlar eða stórar, í pott eða ofn, gular eða rauðar? Þú velur það sem hentar þér og þínum best!
150 kr/kg, heimkeyrt eftir samkomulagi ef keypt er meira en 10 kg.
Upplýsingar í síma 861-8800, Pálmi Reyr í Gröf 2.
Es. Í sérstökum aðstæðum er hægt að semja um flottustu salatkartöflur landsins dökkfjólubláar að innan en þær eru töluvert dýrari! :)


Hjartanlega velkomin í Gaia hofið
-á fullu tungli þriðjud. 13. des. kl. 20:00-22:00 í fallega salnum á Knarrarbergi.
Þá verður gott að hrista af sér jólastressið og njóta eigin nærveru og annarra sem eru að gera það sama.
Við tengjum inn á við í gegnum hugleiðslu og dönsum það sem er. Svo endum við á yndislegri og heilandi slökun með Gong og Kristal hljómskálum.
Vinsamlega skráið ykkur í síma 857-6177 eða í gegnum Facebook síðu mína - Thora Solveig Bergsteinsdóttir. Kvöldið kostar 2.500kr., te innifalið. Klæðist þægilegum fötum eða táknrænum fyrir ykkur. Það má hafa með sér vatnsflösku.
Ég hlakka til að vera með ykkur, bestu kveðjur, Solla.


Jólafundur annað kvöld :)
Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar verður fimmtudaginn 8. des. kl. 20:00 í Laugarborg. Hittumst og eigum notalega stund saman. (P.s. munið bögglaskiptin).
Nýjar félagskonur ávallt velkomnar. Stjórnin


Helgi og Beate í göngugötunni
Helgi og Beate í Kristnesi verða að venju með söluvagninn sinn í göngugötunni á Akureyri nú fyrir jólin. Boðið er uppá heimaræktuð jólatré og greinar og allskonar eldsmíðavarning. Auk þess fæst jólapartídressið fyrir þær heimasætur og húsfreyjur sem þora. Þá má ekki gleyma nýju Helga og hljóðfæraleikara plötunni „Bæ Hæli“ og pínulitlu barnabókinni „Mús“ sem bóndinn skráði og myndskreytti.
Opnað verður á föstdag og opið um helgina frá kl. 13:00-18:00, lokað frá mánudegi til fimmtudags en svo opið til jóla.


Markaður að Teigi
Verð með opið í Gallerýinu helgina 10. og 11. desember frá kl. 12:00-16:00.
Margt ódýrt og sumt gefins. Ath. enginn posi. Kaffi verður á könnunni.
Verið velkomin, Gerða.


VolareSpennandi desember... fylgist með á facebook; Hrönn Volare ;)
Gestgjafar í desember fá góðan glaðning og tilboð fyrir sig og gesti sína.
Upplýsingar, bókanir og pantanir í síma 866-2796. Bestu kveðjur, Hrönn.


Kæru sveitungar
Mig langar að koma á fót setri um sögu berklanna, kaffihúsi og gistingu í hornhúsinu í Kristnesþorpinu og hef unnið að þessari hugmynd undanfarið ár eða svo. Sjúkrahúsið á Akureyri á húsin en hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að viðhalda þeim sem skyldi og svíður það marga sárt að horfa upp á þorpið dala. SAK hefur góðfúslega gefið mér vilyrði fyrir 600 fm húsnæði. Berklarnir voru sérstaklega svæsnir í Eyjafirði og drógu alltof marga til dauða en svo voru sem betur fer líka þeir sem læknuðust. Ég veit að þetta er viðkvæmt viðfangsefni og víða erfiðar minningar en ég mun vanda mig og langar að gera þetta að áhrifaríkum og fallegum viðkomustað. Nú er ég að viða að mér sögum, myndum og munum sem tengjast berklunum og þá sérstaklega á Kristnesi en líka bara almennt. Ef þið viljið leggja mér lið yrði ég afar þakklát, kannski eigið þið ljósmyndir, dagbækur, póstkort, sendibréf eða bara frásagnir af ættingja sem lá á Kristneshæli? Ef þið lumið á einhverju ekki hika við að hafa samband. Eins þigg ég allar ábendingar og athugasemdir á netfangið majapals@hotmail.com
Virðingarfyllst María Pálsdóttir frá Reykhúsum.

Getum við bætt efni síðunnar?