Auglýsingablaðið

866. TBL 21. desember 2016 kl. 09:43 - 09:43 Eldri-fundur

Lokað 
Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 2. janúar 2017. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
Skrifstofan


Bókasafnið er komið í jólafrí :-)
Fimmtudaginn 29. desember er opið frá kl. 16:00 – 19:00
Opnað verður á nýju ári þriðjudaginn 3. janúar og þá er opið eins og venjulega.
Venjulegir opnunartímar bókasafnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan eða um anddyri sundlaugar.


Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 – 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemming.
Verð á mann er kr. 3.000.- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ef um hópa er að ræða á netfangið hraunlist@simnet.is eða hjorthar@mi.is.
Komið, gleðjist og styrkið gott málefni


Messur yfir jól í Laugalandsprestakalli
Aðfangadagur jóla: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur: Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
Jóladagur: Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30.
Annar í Jólum: Helgistund í Hólakirkju kl. 13:00.
Gamlársdagur: Hátíðarmessa í Saurbæjarkirkju kl. 11:00.
Gleðileg jól
Sr. Sunna Dóra Möller


Jólatrésskemmtun
Í ár verður jólatrésskemmtun Hjálparinnar haldin föstudaginn 30. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum.
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka og á eftir eru veitingar, kaffi og kökuhlaðborð.
Allir hjartanlega velkomnir
Jólakveðjur,
Kvenfélagið Hjálpin


Stóðréttir haustið 2017
Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og stóðréttir laugardaginn 7. október.
Fjallskilanefnd

 

JÓLAKVEÐJUR

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar


Nemendur og starfsfólk í leikskólanum Krummakoti senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á nýju ári. Við þökkum öllum nágrönnum okkar og velunnurum fyrir einstaklega gott og gefandi samstarf og góðvild á árinu sem er að líða. Vettvangsferðir um nágrennið og yndislegar móttökur þeim tengdar gefa leikskólastarfinu aukna fjölbreytni, gleði og grenndarþekkingu.
Megi nýja árið, 2017, verða okkur öllum heilladrjúgt.
Með kærri umhverfis- og friðarkveðju.
Nemendur og starfsfólk í Krummakoti


Við óskum sveitungum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða.
Jólakveðjur,
starfsfólk Hrafnagilsskóla


Ágætu sveitungar
Ég sendi ykkur mínar innilegustu jólakveðjur með ósk um gleði og hamingju á nýju
ári. Ég þarf að hafa hægt um mig um hríð en sr. Sunna Dóra mun messa og þjóna í minn stað a.m.k. fram að áramótum.
Hannes


Við óskum öllum sveitungum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum fyrir stuðninginn á liðnu ári.
Jólakveðja.
Hjálparsveitin Dalbjörg

Getum við bætt efni síðunnar?