Auglýsingablaðið

893. TBL 30. júní 2017 kl. 15:33 - 15:33 Eldri-fundur

Framhaldsskólaakstur
Á 498. fundi sveitarstjórnar var framhaldsskólaakstur næsta vetur tekinn til umfjöllunar og var eftirfarandi bókað:
„Skrifstofan hefur auglýst eftir þeim sem hyggjast nýta sér akstur í framhaldsskóla næsta vetur. Vegna þess hve þátttakan er lítil þá sér sveitarfélagið sér ekki fært að bjóða upp á þennan akstur næsta skólaár.“
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Ágætu Sveitungar
Búvéla- og markaðsdagur á Smámunasafninu sunnudaginn 2. júlí nk.
Félagar úr Búsögu verða með uppgerða traktora til sýnis og fleira skemmtilegt á túninu sunnan við safnið.
Smá markaður verður í bílskúrnum. Álfagalleríið verðu með fallegu vörurnar sínar, Volare vörukynning og sitthvað fleira verður í anddyri safnsins.
Svo má ekki gleyma ljúffengu sveitavöfflunum okkar, heimagerðu sultunum og öðru góðgæti sem er á boðstólnum á Kaffistofunni.
Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju milli kl. 14:00 og 17:00.
Verið hjartanlega velkomin, stúlkurnar á Smámunasafninu.

 

Kattahald
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.”

Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri

 

Hundahald – nýskráningar/breytingar óskast fyrir 25. júlí
Árlegt hundagjald kr. 1.000/per hund, verður innheimt þann 1. ágúst nk.
Þeir sem eiga eftir að skrá hund geta sótt rafrænt um leyfi til hundahalds hér.
Þeir sem þurfa að breyta skráningu/afskrá hund eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á esveit@esveit.is eða hafa samband í síma 463-0600 fyrir 25. júlí.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?