Auglýsingablaðið

895. TBL 13. júlí 2017 kl. 13:22 - 13:22 Eldri-fundur

Bændadagur í Eyjafjarðará fyrir júlí 2017, þar sem landeigendur og fjölskyldur þeirra hafa heimild til að veiða fyrir sínu landi er 11. júlí. Veiðireglur eru:
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5.
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm. á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.


Æskulýðsdagar Norðurlands eru að vanda þriðju helgina í júlí, að þessu sinni dagana 15.-17. júlí. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þá er síðasti skráningardagur fimmtudaginn 13. júlí. Skráningu má senda á netfangið annasonja@gmail.com. Ítarlega dagskrá má sjá á heimasíðu Funa www.funamenn.is.
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Funa.


Reiðnámskeið fyrir byrjendur verður haldið á Melgerðismelum dagana 19.–21. júlí. Námskeiðið er á vegum hestamannafélagsins Funa og er þáttakendum að kostnaðarlausu. Kennt verður í tveimur hópum, aldursskipt, annarsvegar kl. 13:00 og hins vegar kl. 14:00. Hestar og reiðtygi verða á staðnum og einhverjir hjálmar en gott er að þeir sem eiga hjálma sem passa vel mæti með þá, hvort sem það eru reiðhjálmar eða hjólahjálmar  Anna Sonja Ágústsdóttir verður leiðbeinandi námskeiðsins og má skrá sig hjá henni á netfangið annasonja@gmail.com eða fá upplýsingar í síma 846-1087. Aðeins 6 nemendur komast að í hvorn hóp – fyrstir skrá fyrstir fá 
- Æskulýðsnefnd Funa


Markaður og skottsala verður á flötinni við Teig (þar sem áður var Gallerýið í sveitinni), sunnudaginn 16. júlí frá kl. 12-16. Öllum er frjálst að taka þátt en gott væri að láta vita af þátttöku. Það kostar ekkert en fólk verður sjálft að leggja til borð og/eða annan útbúnað sem það vill. Það verður kaffi á könnunni í vinnustofunni. Allir hjartanlega velkomnir.
Gerða í Teigi.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Félagar úr Félagi eldri borgara á Dalvik, koma og taka þátt í kvöldgöngunni, þriðjudaginn 18. júlí. Gengið Eyjafjarðarárbakkana það kvöld og drukkið kaffi í Félagsborg á eftir. Fyrirhuguð ganga frá Vatnsenda frestast og verður auglýst síðar. Sem sagt, 18. júlí hittumst við austan við brúna á Miðbraut og göngum líklega í suður. Þá er bara að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund með félögum okkar úr Dalvíkurbyggð.
Göngunefndin. Inga, Sveinbjörg, Guðný og Hildur.

  

ÚTBOÐ
HJÓLREIÐA- OG GÖNGUSTÍGUR,
EYJAFJARÐARSVEIT
1. ÁFANGI

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í verkið Hjólreiða- og göngustígur í Eyjafjarðarsveit. Verkið felur í sér lagningu 7.200 metra hjólreiða- og göngustíg, frá bæjarmörkum Akureyrar að Hrafnagili, ásamt lengingu stálröraræsa, endurnýjun og gerð nýrra ræsa undir stíg og lagfæringar á girðingum.

Nokkrar magntölur:
- Gröftur: 7.000 m³
- Efra burðarlag: 10.700 m³
- Neðra burðarlag: 12.700 m³
- Girðingar: 1.700 m

Verklok eru 1. desember 2017.

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti. Þeir sem óska eftir útboðsgögnum sendi beiðni á tölvupóstfangið esveit@esveit.is ásamt nafni, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur fyrir verktaka verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 17. júlí 2017, kl. 11:00

Tilboðum skal skila á Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri fyrir kl.11:00, 31. Júlí 2017, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.

 

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Getum við bætt efni síðunnar?