Auglýsingablaðið

896. TBL 21. júlí 2017 kl. 07:25 - 07:25 Eldri-fundur

 

106. fundur byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis
Skilafrestur byggingarleyfisumsókna fyrir næsta fund byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis er mánudagurinn 14. ágúst kl. 16:00.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða teknar fyrir á fundi byggingarnefndar í desember.
Byggingarleyfisumsóknum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri. Umsóknum skulu fylgja uppdrættir og fylgiskjöl skv. gr. 2.4.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Umsóknareyðublað og meistarablað er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, http://www.esveit.is/is/stjornsysla/eydublod .
Vigfús Björnsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar
S: 463-0600, tölvupóstur: vigfus@sbe.is

 

 

Vantar þig myndefni í auglýsingu fyrir gistiheimilið eða veitingastaðinn?
Ef svo er þá getur þú prófað að heyra í mér. Ég notast við Phantom 4 dróna sem tekur myndir og myndbönd í bestu fáanlegu gæðum. Myndefnið má síðan nota í auglýsingar eða kynningarefni.
Einnig get ég unnið og klippt efnið eftir óskum.
Hafðu samband í síma 848-7997 fyrir frekari upplýsingar.
Fannar Smári

 

Umhverfisverðlaun 2017
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum um lögbýli og stök hús sem veita mætti umhverfisverðlaunin 2017.
Einnig er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem hafa unnið lofsvert starf á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu.
Í skoðun er að verðlaunin verði afhent á kvöldvökunni á Handverkshátíðinni þann 11. ágúst 2017.

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?