Auglýsingablaðið

899. TBL 11. ágúst 2017 kl. 11:47 - 11:47 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
499. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. ágúst og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Handverkshátíð - Kvöldvaka - Grillveisla
Minnum á kvöldvökuna n.k. föstudagskvöld kl. 19:30.
Dagskrá: Jónína Björt, gleður okkur með söng.
Vandræðaskáldin, vandræðast.
Eyþór Ingi rífur upp fjörið með bráðskemmtilegum eftirhermum og söng.
Veislustjóri verður Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fjölmennum á kvöldvökuna, eigum saman skemmtilega kvöldstund um leið og við styrkjum félög í sveitinni.

Frá Félagi aldraðra
Haustferð félagsins verður farin miðvikudaginn 30. ágúst n.k. Fyrirhugað er að fara í Laugafell, í Nýjadal og síðan niður í Bárðardal. Félagar taki með sér nesti, en sameiginlegur kvöldverður verður í Kiðagili í lok dags. Kostnaður er kr. 10.000 og greiðist í upphafi ferðar. Farið verður frá Félagsborg kl. 9:00, en bíllinn fer frá Skautahöllinni kl. 8:45. Þátttaka tilkynnist til Reynis í síma 862-2164, Ólafs 894-3230 eða Jófríðar í 846-5128, fyrir 23. ágúst.
Nefndin

Frábært fólk á Handverkshátíð
Það er fullt af frábæru fólki búið að skrá sig á vaktir á Handverkinu fyrir ungmennafélagið. Ennþá er laust pláss fyrir þá sem vilja rétta fram hjálparhönd. Bjallið í Óskar í síma 869-2363 eða farið á heimasíðu félagsins www.samherjar.is og finnið skráningarskjalið þar.
Gleðilega handverkshátíðarkveðjur, stjórn Umf. Samherja.

Nýr geisladiskur
Kirkjukór Lauglandsprestakalls réðst í það viðamikla verkefni í vetur að taka upp efni á geisladisk, þann fyrsta sem kórinn gefur út. Um leið og við þökkum sóknarnefndum, félagasamtökum í sveitinni og menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar stuðninginn vekjum við athygli á að við munum selja diskinn á Handverkshátíðinni um komandi helgi.
Með bestu kveðjum - stjórn Kirkjukórs Laugalandsprestakalls.

Húsnæði óskast
Liggur þú á lausu húsnæði hér í Eyjafjarðasveit og bráðvantar góða leigjendur til lengri tíma? Okkur fer nefnilega að vanta húsnæði, helst fyrr en seinna, undir stórfjölskylduna og hundinn sem er vel húsvön og ljúf. Þurfum helst 4 svefnherbergi en þau mega gjarnan vera fleiri. Gott væri líka ef smá garður fylgdi með en það er ekki nauðsyn. Við heitum skilvísum greiðslum og ef eitthvað þarf að dytta að, þá er heimilisfaðirinn einkar laghentur og húsmóðirin með gott auga.
Ef þú álítur okkur rétta fólkið í þitt húsnæði, endilega hafðu samband við Stefán í síma 778-1762 eða Jenný í síma 869-5721.

Getum við bætt efni síðunnar?