Auglýsingablaðið

906. TBL 28. september 2017 kl. 13:04 - 13:04 Eldri-fundur

Umhverfisátak – gámar undir brotajárn og timbur
Umhverfisnefnd hvetur íbúa Eyjafjarðarsveitar til að farga brotajárni og taka upp og fjarlægja ónýtar girðingar. Næstu tvær vikur þ.e. frá 28. september – 12. október verða gámar undir brotajárn og timbur við Stíflubrú og Vatnsenda. Gámasvæðið norðan við Hrafnagilsskóla er opið milli kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 1. október er messa í Grundarkirkju kl.11:00.
Þessi athöfn er tileinkuð væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra.
Að messu lokinni langar mig að ræða vetraráætlun og tilhögun í fermingarundirbúningi. En auðvitað eru allir velkomnir.
Bestu kveðjur, Hannes.


Boltatímar samherja byrja í næstu viku
Boltatímar hefjast mánudaginn 2. október.
Æfingar eru sem hér segir:
Mánudagar kl. 15:00 - 16:00 (5.-7. bekkur) 16:00 - 17:00 (8.-10. bekkur) Miðvikudagur kl. 14:00 - 15:00 (3.-4. bekkur) 15:00 - 16:00 (1.-2. bekkur) Föstudagur kl. 14:00 - 15:00 (3.-4. bekkur) 15:00 - 16:00 (1.-2. bekkur)
Þjálfari er Líf Katla Angelica.


Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 á Brunirhorse Brúnum. Venjuleg fundarstörf. Veitingar í boði. Nýjar félagskonur velkomnar.
Stjórnin


Hrútasýning
Hrútasýning fjárræktarfélags Öngulsstaðahrepps verður haldin á Svertingsstöðum föstudaginn 29. september kl. 20:30. Þeir sem koma með dæmda hrúta hafi dómana meðferðis, séu lambhrútar ódæmdir er gjald 500 kr/per hrút. Keppt í flokki lambhrúta og veturgamalla hrúta.
Allir velkomnir á þessa miklu menningarsamkomu.
Fjárræktarfélag Öngulsstaðahrepps


Hef til sölu lambhrút - hreinræktaðan forystuhrút, móðir þæg og góð forystuær, faðir forystuhrúturinn Ungi. Góður forystusauður er gulls-ígildi.
Upplýsingar veitir Orri Óttarsson, Garðsá sími 899-3264.


Stóðréttarball
Alvörusveitaball í Funaborg 7. október. Hljómsveitin Úlfarnir leika fyrir dansi fram á nótt. Húsið opnar kl. 22:00. Miðaverð kr. 2.500-. Sveitaböllin gerast ekki betri.
Hestamannafélagið Funi.

Getum við bætt efni síðunnar?