Auglýsingablaðið

908. TBL 12. október 2017 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
503. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. október og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Umhverfisátak – gámar undir brotajárn og timbur
Umhverfisnefnd hvetur íbúa Eyjafjarðarsveitar til að farga brotajárni og taka upp og fjarlægja ónýtar girðingar. Næstu tvær vikur þ.e. 12. – 25. október verða gámar undir brotajárn og timbur hjá Litla-Garði í Djúpadal.
Gámasvæðið norðan við Hrafnagilsskóla er opið milli kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar


Hrægámur
Sú þjónusta sem veitt er með því að hafa gám fyrir dýrahræ aðgengilegan, er kostnaðarsöm en nauðsynleg. Þeir sem hann nota eru vinsamlegast beðnir að sýna lipurð og snyrtimennsku í umgengni við hann og ganga þannig um að sómi sé af.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Laugardaginn 14. október heldur Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar fund fyrir alla félaga og þá sem áhuga hafa á ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Meðal fundarefnis verður kynning á undirbúningi að stofnun matvælaklasa í Eyjafjarðarsveit þar sem hugmyndin er að leiða framleiðendur og ferðaþjónustuaðila saman.
Nánari dagskrá verður auglýst í næstu viku á þessum vettvangi.
Fundurinn verður á Silvu og hefst kl. 12:00 stundvíslega. Í boði er súpa og brauð endurgjaldslaust.
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar


Pizzahlaðborð og kótelettukvöld
Á föstudaginn kemur, þann 13. október, verðum við með pizzahlaðborð hjá okkur. Verð pr. mann er kr. 2.200, 1.200 fyrir 10 ára og yngri.
Opnum kl. 19:00. Gott að panta borð í síma 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is

Á laugardaginn er svo komið að kótelettukvöldi þar sem hlaðborðið svignar undan gómsætum kótelettum og norðlensku búðingahlaðborði í eftirrétt.
Verð kr. 4.700.- Opnum húsið kl. 19:00.
Borðapantanir í síma 463-1500 eða á viðburðadagatalinu okkar á lambinn.is.
Lamb Inn Öngulsstöðum


Haust og jólatré í Reykhúsaskógi
Helgina 21. – 22. október ráðgerum við að bjóða upp á heimsókn í skóginn og að fólk geti valið sér jólatré í leiðinni sem verður svo komið heim til nýrra eigenda viku fyrir jól. Fylgist endilega með þegar við auglýsum þetta nánar í Auglýsingablaðinu og á Facebook.
Anna og Páll í Reykhúsum


Lifandi ilmur ilmkjarnaolíur
Sunnudaginn 15. október verður opið hjá okkur systrunum á Finnastöðum. Við viljum fræða ykkur um það hvernig við notum ilmkjarnaolíur í fjósinu, til þrifa, (eyðum lykt úr þvottinum) og til að styrkja innri vellíðan.
Staðsetning: Finnastaðir (heima hjá Svönu og Gunna)
Tími: 15. október kl. 13:00 - 15:00.
Happdrætti og lukkupottur.
Svanhildur og Sigríður Ásný Ketilsdætur


Iðunnarkvöld verður í Laugarborg miðvikudagskvöldið 18. október kl. 20:00 – 22:00. Þema kvöldsins verður ferðasögur.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Getum við bætt efni síðunnar?