Auglýsingablaðið

911. TBL 01. nóvember 2017 kl. 11:40 - 11:40 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
504. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. nóvember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 5. nóvember á allraheilagramessu er guðsþjónusta í Munkaþverárkirkju kl. 20:30. Kirkjukórinn flytur fallega kvöldtóna eftir m.a. John Tavener, Báru Grímsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson. Altarisganga og samsöngur.
Bestu kveðjur, Hannes.

Opið hús í tónlistarskólanum
Laugardaginn 4. nóvember nk. langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn en þá verðum við með opið hús í tónlistarskólanum.

Kl. 13:00 verða stuttir tónleikar í Laugarborg og að þeim loknum verður haldið niður í húsnæði skólans (gamla heimavistin) þar sem boðið verður upp á veitingar auk þess sem nemendur spila fyrir gesti í öllum kennslustofum.

Allir eru velkomnir og gaman þætti okkur að sjá sem flesta.
Kennarar og nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2017
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin í vikunni, eða 2.-4. nóvember. Þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara á kostnaðarverði.

Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði. Nú þegar jólin nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum.

Samhliða yfirferðinni munum við hafa Neyðarkallinn til sölu. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.

Þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða Neyðarkallinn, bendum við á að hafa samband við Ólaf Inga í síma 861-9414.

Með von um góðar móttökur - eins og alltaf!
Hjálparsveitin Dalbjörg.


Afmælishátíðin Brot af því besta eða Sumt gott og annað betra
Fagrar heyri ég raddirnar úr Freyvangi, ég get ekki sofið fyrir söngvunum þeim og syng því bara AridúAridúradei og svo framvegis með lærðum konum úr Kvennaskólanum á Halló Akureyri. Söng-og leikdagskrá þar sem stiklað er á stóru í sögu leiklistar í Freyvangi í samantekt Vandræðaskálda, frumsýning 3. nóvember, 2. sýning 4. nóvember. Einungis sýnt í nóvember, miðaverð kr. 2.800.- og hefst skrallið kl. 20:00.
Miðasala/upplýsingar s.857-5598 eða á freyvangur@gmail.com og á facebook.
Hlökkum til að sjá ykkur, Freyvangsleikhúsið.


Bændur og búalið
Í samstarfi sveitarfélaganna og Moltu stendur bændum og búaliði nú til boða að fá endurgjaldslaust Moltu til að nota í jarðrækt. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti moltunnar sem jarðvegsbætandi efni og umhverfislegan ávinning. Bændur geta komið með bíla eða vagna og fengið ámokstur sér að kostnaðarlausu nú fyrst um sinn. Nánari upplýsingar fást hjá Moltu í síma 571-2236.


Mat-leikar á Lamb Inn föstudaginn 3. nóvember kl. 19:30
Það eru þau Harpa Örvars og Atli Már sem ætla að halda með okkur Mat-leika næsta föstudag. Þau ætla að bjóða upp á gratíneraðan kjúklingarétt með beikoni, döðlum og fleira góðgæti ásamt hrísgrjónum, salati og heimabökuðu brauði. Eftir matinn fara þau svo um víðan völl í erlendum sem innlendum ábreiðum á sinn ljúfa og vandaða hátt. Miðaverð kr. 4.900.


Hestamenn, hrossaræktendur og aðrir áhugasamir!
Þau Bergur og Olil hjá Gangmyllunni munu halda erindi og spjalla við hestamenn í Funaborg fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00. Þau ættu að vera öllum hestamönnum kunn, margverðlaunuð í hrossarækt og hestamennsku. Þau munu fjalla um sína hrossarækt, tamningu og þjálfun hrossanna og síðan hvaðeina sem fundargestir vilja ræða og spyrja um.
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Allir velkomnir.
Stjórn Funa og Náttfara.


Snyrtistofan Sveitasæla
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni á snyrtistofunni Sveitasæla, á Lamb inn, Öngulsstöðum.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Föstudagskvöld eru kósýkvöld í Knarrarbergi
Frá 3. nóvember til 20. apríl 2018 verða öll föstudagskvöld kósýkvöld!
Ekki gleyma að slaka á og hugsa vel um þig og heilsu þína.
Verð er 3.000 kr.
Erum með vinsæla pakka s.s. yoga & spa fyrir viðburði, hópefli og vinafagnaði.
Slepptu öllu stressi. Hafðu samband með tölvupósti; ab@inspiration-iceland.com eða í síma 865-9429.
yogaspa.is


Kundalini jóga gegn streitu og kvíða!
Vinna, skóli, heimili, sambönd… Á tímum hraða og stöðugs áreitis er auðvelt að verða streitunni að bráð. Komdu í kundalini jógatíma til að róa hugann, slaka á líkamanum og afstressast.

Yogi Bhajan sagði að það ættu allir að svitna og hlæja daglega – það munum við gera. Á þessu 6 tíma námskeiði munum við fara í gegnum kundalini æfingar og hugleiðslur sem styrkja ekki aðeins líkama okkar og hug, heldur létta af okkur áhyggjum og stressi nútíma lífernis. Hvort sem þetta er fyrsti eða hundraðasti kundalini tíminn þinn þá ertu meir en velkomin/n.
Skoraðu hug þinn og líkama á hólm!
Fimmtudagar kl.17:30-18:45 (9. nóv. - 14. des.), Jódísarstöðum 4, Eyjafj.sv. Verð: 1.800 kr. hver tími. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com
Ég, Þóra Hjörleifsdóttir, hlakka til að sjá ykkur.

Getum við bætt efni síðunnar?