Auglýsingablaðið

930. TBL 14. mars 2018 kl. 10:38 - 10:38 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
513. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. mars og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



 Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 18. mars er messa í Hólakirkju kl. 11:00.
Allir velkomnir.
Kv. sóknarprestur.



 Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 22. mars kl. 20:30. Fundarefni: venjuleg aðalfundarstörf, sameining sókna, fulltrúar í kjörnefnd og fl.
Sóknarnefndin



 Frá Munkaþverársókn
Aðalsafnaðarfundur Munkaþverársóknar verður haldinn 22. mars nk. kl. 20:30 að Rifkelsstöðum 2 (Gunnar og Vala). Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, kosið verður í kjörnefnd og tekin ákvörðun um framhald viðræðna um sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli.
Sóknarnefndin



 Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarkirkju verður haldinn í Öldu fimmtudaginn 15. mars kl. 11:00, auk venjulegra aðalfundarstarfa verður kosið um áframhaldandi viðræður um sameiningu sóknanna í Laugarlandsprestakalli og kosinn fulltrúi í kjörnefnd.
Sóknarnefndin



 Aðalfundur Funa
Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum þriðjudagskvöldið 27. mars kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjórn Funa



 Kæru sveitungar
Næstu daga fara nemendur í 5. bekk í Hrafnagilsskóla um sveitina og safna peningum fyrir ABC-átakið ,,Börn hjálpa börnum“. Þar sem einungis 7 nemendur eru í bekknum geta þeir því miður ekki komið á öll heimili í Eyjafjarðarsveit og því hvetjum við þá sem vilja styrkja þetta góða málefni, en fá ekki heimsókn, til þess að hafa samband við Nönnu ritara í Hrafnagilsskóla. Hægt er að senda tölvupóst á nanna@krummi.is eða hringja í síma 464-8100.
Við treystum því að sveitungar taki vel á móti söfnunarbörnunum og þökkum fyrirfram fyrir stuðninginn.



 Eyfirskir bændur og aðrir húsbændur í E-sveit!
Nokkrir hugrakkir karlar í Eyjafjarðarsveit hafa hafið jógaástundun á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 að Jódísarstöðum 4. Enn er þó pláss fyrir nokkra í viðbót og hvet ég ykkur til að gefa ykkur þá gjöf sem felst í því að styrkja og/eða liðka helstu líkamskerfin ykkar og ná að tengjast betur ykkar innri manni.
Hlakka til að sjá ykkur á dýnunni! Kv. Þóra, Jódísarstöðum 4, E-sveit.



😊 Hefur þú áhuga á sveitarstjórnarmálum?
H og O listinn hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða alla velkomna á fund í Félagsborg, sunnudaginn 18. mars nk. kl. 20:00.
Þeir sem m.a. vilja koma skoðun sinni á framfæri, hugmyndum og/eða taka sæti á lista, eru sérstaklega hvattir til að mæta á þennan fund. Hlökkum til að sjá sem flesta.
H og O listinn

 Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 20. mars nk. kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Við hlökkum til að sjá sem flesta! Veitingar verða í boði. 
Stjórn Ungmennafélagsins Samherja


 Nýr upplýsingabæklingur

Hafin er vinna við upplýsingabækling yfir afþreyingu og ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Bæklingurinn verður með svipuðu sniði og síðast þ.e. árið 2014. Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar undir Stjórnsýsla – Eyðublöð. 
Hægt að ýta HÉR til að fara beint á umsóknina.
Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 4. apríl nk.
Nánari upplýsingar í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
 

 Árshátíð miðstigs 2018
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, föstudaginn 16. mars og hefst kl. 19:30.
Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu ,,Óvitum“ eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1.400 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir aðra. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla


 Námskeið í tréskurði
Námskeið í tréskurði verður haldið á vegum Þjóðháttafélagsins Handraðans 14. og 15. apríl í smíðastofunni í Hrafnagilsskóla. Kennari: Jón Adólf Steinólfsson. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Innifalið er 2x170x300 mm plattar úr linditré. Verð 30.000.- Skráning og upplýsingar á fb; Kristján Örn Helgason eða í síma 895-7179.


 Til sölu Polaris SWITCHBACK 800 Adventure, snjósleði og nýuppgerð snjósleðakerra
Sleðinn er afar vel með farinn og lítið ekinn (1.300 km.) Hann er á negldu belti og honum fylgja 2 Polaris töskur og yfirbreiðsla. Einnig er til sölu sleðakerra sem Dóri frá Öngulsstöðum gerði upp nýlega. Verð fyrir allann pakkann er: 1.690 þús. stgr.
Nánari upplýsingar í síma: 777-5020. Jón Gunnar frá Ytri-Tjörnum.


 Snyrtistofan Sveitasæla
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni. Verið tímanlega að panta fyrir páskana. Fermingarbörn sem ætla að koma í lit og plokk eða húðhreinsun fyrir stóra daginn, ráðlegg ég að koma ekki of nálægt stóra deginum. Gott að koma viku til 10 dögum fyrr í lit og plokk og tveim vikum fyrr í húðhreinsun.
Á facebook síðu Sveitasælunnar er hægt að sjá nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði. https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela/
 Minni á gjafabréfin og hágæðavörurnar frá Comfort Zone, tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari eftir kl. 17:00.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.



😊 Tek að mér hross í tamningu og þjálfun frá byrjun apríl og fram á haust. Er útskrifuð tamningakona og þjálfari frá Hólaskóla. Er með fá verkefni í einu og sinni þeim vel 😊
Verð 50.000 kr. + vsk. Anna Sonja, Hólum. S: 463-1262/846-1087.


 Volare – húð-, hár- og snyrtivörur
- Nýr bæklingur kemur á föstudaginn 😊
Sjö jurta handáburður og fótakrem á tilboði í mars (vörunr. 564 og 565).
Nánari upplýsingar í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

 

Getum við bætt efni síðunnar?