Auglýsingablaðið

949. TBL 25. júlí 2018 kl. 06:23 - 06:23 Eldri-fundur

 

Handverkshátíðin fer fram dagana 9. – 12. ágúst. Eins og venja er sjá Umf. Samherjar og Dalbjörg um veitingasölu á hátíðinni og er þessi viðburður mikilvægasta fjáröflun félaganna ár hvert. Þetta væri ekki hægt ef fólkið í sveitinni tæki ekki höndum saman og stæði við bakið á félögunum með því að mæta á vaktir í veitingasölu eða eldhúsi. Ekki þarf að mæta á margar vaktir og standa lengi því margar hendur vinna létt verk.

Skráning á vaktir í veitingasölu og eldhúsi fer nú fram og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í þessari gleði með okkur.
Inn á heimasíðu ungmennafélagsins, www.samherjar.is, er hægt að smella á hnapp sem opnar skráningarsíðuna fyrir vaktirnar.

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00

Ein vakt miðvikudaginn 8. ágúst

Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 12 á hverja vakt
11:00 – 15:30
15:00 – 19:30
Krakkar sem eru að byrja í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.

Ein vakt miðvikudaginn 8. ágúst

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 – 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félaganna og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld ungmennafélagsins eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Sjáumst á Handverkshátíð 2018
Stjórn Umf. Samherja

 

 

Atvinna - Húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi. Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.

Getum við bætt efni síðunnar?