Auglýsingablaðið

951. TBL 09. ágúst 2018 kl. 12:08 - 12:08 Eldri-fundur

 Handverkshátíðin verður nú haldin í 26. sinn, í Hrafnagilsskóla. Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni. Á útisvæðinu er hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá Beint frá býli auk fjölda annarra aðila. Ýmsar uppákomur eru í boði alla dagana s.s. sýning fyrir börnin, sýning á gömlum traktorum, miðaldabúðir og margt fleira. Njóttu dagsins með okkur í Eyjafjarðarsveit.

Opið fim.-lau. kl. 12:00-19:00 og sun. kl. 12:00-18:00.
Upplýsingar um viðburði og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimsíðu, fésbókarsíðu Handverkshátiðar og Instagram. Nánari upplýsingar er hægt að fá á handverk@esveit.is.
Hlökkum til að sjá þig!

 Sveitarstjórnarfundur
519. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. ágúst og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


 Álagning fjallskila 2018

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi sunnudaginn 12. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.

Gangnadagar 2018
Á fundi fjallskilanefndar þann 24. júlí voru samþykktir eftirfarandi gangnadagar fyrir haustið 2018:
1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september.
2. göngur verði tveim vikum síðar þ.e. 14.-15. september og 21.-22. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október.
Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 21. október.

Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. Óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
Ekki má flytja sauðfé yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.

Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd


 Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði

Haustferð Félags aldraðra í Eyjafirði verður farin þriðjudaginn 4. september nk.
Farið verður um Öxarfjörð, Sléttu og Þistilfjörð. Viðkomustaðir eru m.a. Fjallalamb Kópaskeri, en þar verður borðuð súpa, Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Snartarstöðum, Heimskautsgerðið Raufarhöfn, Forystufjársetrið Svalbarði og fleira. Kvöldverður verður snæddur í Heiðarbæ, Reykjahverfi. Leiðsögumaður verður Karl S. Björnsson, bóndi í Hafrafellstungu. Nánar auglýst síðar.
Ferðanefndin


 Frábært fólk á Handverkshátíð

Það er fullt af frábæru fólki búið að skrá sig á vaktir á Handverkinu fyrir Samherja og Dalbjörgu. Ennþá er laust pláss fyrir þá sem vilja rétta fram hjálparhönd. Bjallið í Óskar í síma 869-2363 eða farið á heimasíðu ungmennafélagsins www.samherjar.is og finnið skráningarskjalið þar.
Gleðilega handverkshátíðarkveðjur, stjórn Umf. Samherja.


 Sundnámskeið
Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2012. Námskeiðið byrjar föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00. Gott er að mæta tímanlega. Um er að ræða sex skipti frá og með 17. ágúst til og með 22. ágúst. Kennt er alla morgna kl. 10:00 og gert er ráð fyrir 40 mín. í lauginni. Þjálfari er Júlía Rún Rósbergsdóttir. Verð er 5.000 kr. fyrir barn.
Skráning á netfangið samherjar@samherjar.is.


 Volare – vörur fyrir húð og hár!
Sjáðu vöruúrvalið á facebooksíðunni Hrönn Volare eða fáðu sendan bækling.
Góðar gestgjafagjafir 😊
Ýmis tilboð í gangi á kynningum 😉
Bókaðu kynningu og eigðu skemmtilega kvöldstund 😄
Nánari upplýsingar og/eða pantanir í síma 866-2796 eða í skilaboðum á facebook; Hrönn Volare.

 Reiðskólinn í Ysta-Gerði
Haustönn 2018 er 10 skipti frá 11. sept. – 7. des. (frí í viku 40, 43 og 47).
Kennt er í reiðskemmunni í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit.
Kennari er Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Reiðskólinn verður á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 18:00 og 18.45. Árgangur 2014 og eldri. Fullorðnir líka!
Max 5 nemendur í hvern hóp. Verð á haustönn: 35.000 kr. Innifalið er hestar, reiðtygi, öryggisvesti, hjálmar og kennsla.
Foreldrar eru velkomnir inn í kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.
Skráning er bindandi, netfang: sara_arnbro@hotmail.com.
Tökum líka minni hópa í 1 eða 2 klukkutíma reiðtúra!

 
Til sölu

Forláta hnakkur, dýna, múll, beisli og hjálmur, svo og léttir rafmagnsstaurar.
Allt selt í einum díl.
Upplýsingar í síma 867-1471, Svana.


 Brunirhorse-Listaskáli að Brúnum í Eyjafjarðarsveit
Guðbjörg Ringsted opnar sína 34. einkasýningu að Brúnum í Eyjafjarðarsveit, fimmtudagskvöldið 9. ágúst kl. 20:00. Þar sýnir hún málverk þar sem myndefnið eru útsaumsblóm af íslenska kven-þjóðbúningnum. Guðbjörg hefur unnið með þetta þema frá 2006 í teikningum og málverki. Sýningin stendur til 23. september.
Allir hjartanlega velkomnir. Dagsdaglega er Listaskálinn opinn frá kl. 13:00-18:00.
MBK Hugrún og Einar.

Getum við bætt efni síðunnar?