Auglýsingablaðið

966. TBL 21. nóvember 2018 kl. 10:06 - 10:06 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
524. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Íþrótta- og tómstundastyrkur 2018
Minnt er á íþrótta- og tómstundastyrk barna á aldrinum 6-17 ára. Vinsamlegast sendið umsóknir fyrir 15. desember nk.
Styrkur árið 2018 er 15.000 kr.
Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda með umsókn eftirtalin gögn:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – Stjórnsýsla – Eyðublöð – Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna, eða senda gögnin á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9.


Beiðni frá ritnefnd Eyvindar
Ritnefnd Eyvindar óskar eftir upplýsingum um athafnir sem tengjast íbúum Eyjafjarðarsveitar, s.s. skírnir, brúðkaup og jarðarfarir á árinu 2018. Nefndin hefur undir höndum upplýsingar um athafnir sem sr. Hannes Örn hefur séð um, en okkur vantar upplýsingar um þær athafnir sem hafa farið fram í öðrum kirkjum.
Upplýsingar berist í tölvupósti til Snæfríð Egilson, snaefrid66@gmail.com, eða í síma 8996297.


Fullveldishátíð í Laugarborg
Kæru sveitungar! Að venju verður hátíðardagskrá í Laugarborg þann 1. desember.
Tónlist, upplestur, leikur og skemmtun góð í boði. Takið kvöldið frá 😊
Menningarmálanefnd.


Félag aldraðra í Eyjafirði auglýsir
JÓLAHLAÐBORÐ sunnudagskvöldið 25. nóvember kl. 19:00 að Brúnum. Tökum kvöldið frá og eigum saman notalega kvöldstund yfir kræsingum Hugrúnar og Einars, verð kr. 5.900. Hver og einn kemur með lítinn jólapakka.
Þátttökulisti liggur frammi í Félagsborg - einnig má tilkynna þátttöku fyrir 22. nóv. til Þuríðar s. 463-1155/867-4464 eða til Völu s. 463-1215/864-0049
Skemmtinefnd


KVENFÉLAGIÐ ALDAN/VORÖLD - Afmælisboð
Kvenfélagið Aldan/Voröld varð 100 ára þann 4. ágúst sl. Af því tilefni bjóða kvenfélagskonur öllum sveitungum til kaffisamsætis í Laugarborg þann 24. nóvember nk. kl. 14:30 – 16:30.
Hlökkum til að fagna með ykkur! ALLIR VELKOMNIR.
Kærar kveðjur, Kvenfélagskonur í Öldunni/Voröld

 Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu!
4. sýning 24. nóv kl. 14 - UPPSELT
5. sýning 25. nóv kl. 14 - UPPSELT
6. sýning 1. des kl. 14
7. sýning 2. des kl 14
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is


Jólamarkaður Holtseli
Árlegur jólamarkaður verður haldinn í Holtseli dagana 15. og 16. desember. Opið verður kl. 12-19 á laugardeginum og kl. 12-18 á sunnudeginum.
Enn eru nokkur laus sölupláss fyrir áhugasama, upplýsingar í síma 861-2859 (Guðmundur) eða í tölvupósti holtsel@holtsel.is.
Einnig væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefðu áhuga á að vera með einhverskonar skemmti-/tónlistaratriði eða uppákomur.

 Jólatré úr Reykhúsaskógi
Við eigum enn nokkuð af fallegu rauðgreni í skóginum sem vonast til að verða jólatré. Þeir sem hafa áhuga á að fá keypt tré geta haft samband við okkur og annað hvort komið til að velja sér tré eða beðið okkur að gera það. Trén verða keyrð heim til kaupenda í vikunni fyrir jól.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888.
Anna og Páll í Reykhúsum

 Bókakvöld á HÆLINU
Fimmtudaginn 29. nóvember frá 20:00-22:30 verður bókakvöld á HÆLINU. Rithöfundarnir Arnar Arngrímsson og Skapti Hallgrímsson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og einnig verður bókin Landganga hvítabjarna kynnt og ef veður leyfir kemur leynigestur að sunnan og kynnir nýja bók um stelpuskottið sem margir halda uppá. Heitt súkkulaði og mjúk piparkaka o.fl. góðgæti til sölu. Hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.

 Snyrtistofan Sveitasæla
Verið tímanlega að panta jólasnyrtinguna !!!
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum. Er með opið mán. og mið. 12:00-18:00, þri. 14:00-16:00, fim. 10:00-16:00 og fös. 9:00-14:00. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis). 
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?