Auglýsingablaðið

968. TBL 05. desember 2018 kl. 09:51 - 09:51 Eldri-fundur

 Aðventukvöld í Grundarkirkju
Aðventukvöld Kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 9. desember kl. 20:00.
Ræðumaður kvöldsins er Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, prestur og tónlistarnemi sr. Hannes Örn Blandon. Andrea Gylfadóttir syngur einsöng með kórnum, flutt verða hefðbundin jólalög og sálmar en auk þess jólalög eftir söngstjórann Daníel Þorsteinsson, Jólablús eftir Andreu, Amma engill, Hvít jól og fleiri alþekkt jólalög. 
Gleðjumst saman í Grundarkirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls.

 Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 8. desember 2018 kl. 10:00-12:00. Fundarefni: Álfar og tröll í Eyjafjarðarsveit en auk þess getur ýmislegt annað skotið upp kollinum.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri


Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2017– 30/9 2018.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2017 – 30/9 2018.
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
5. Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á veitingastaðnum Silvu að Syðra Laugarlandi Eyjafjarðarsveit, 18. desember 2018, klukkan 20:00.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.


Þorrablót 2019!
Kæru sveitungar. Minnum á áður auglýst þorrablót þann 2. febrúar nk.
Að þessu sinni ætlum við að brydda upp á þeirri nýbreytni að hafa matinn innifalinn í miðaverði og verður jafnframt kappkostað að stilla verðlagi í hóf. Meira um það síðar. Undirbúningur gengur vel og úr nægu efni að moða.
Kveðja, nefndin.

 Jólasýning með Einari Mikael í Laugarborg 15. desember
Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum. Sýningin byrjar kl. 19:30. Miðaverð er 1.500 kr. Miðarnir eru seldir við innganginn.

 Bókakvöld HÆLISINS, taka tvö!
Velkomin á bókakvöld HÆLISINS 13. des. kl. 20:00-22:00. 
Bækurnar Sölvasaga Daníelssonar, Kennedybræður, Ævintýri í Austurvegi HM 2018 og Hvítabirnir á Íslandi verða kynntar og ef veður og færð leyfir fáum við að heyra um Fíusól sem gefst aldrei upp! 
Einnig langar mig að vekja athygli á því að söfnun á Karolina Fund er hafin fyrir sýningarhluta HÆLISINS. Margt smátt gerir eitt stórt. 
Yrði eilíflega þakklát ef þið gætuð hjálpað mér að deila þessum upplýsingum sem víðast: https://www.karolinafund.com/project/view/1603.
María Pálsdóttir.

 Snyrtistofan Sveitsæla
Verið tímanlega að panta jólasnyrtinguna !!! Lausum tímum fer fækkandi.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni á Lamb Inn Öngulsstöðum. Er með opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Var að fá skemmtilegar gjafapakkningar og dásamlegu Tranquillity olíuna sem allir elska, vörurnar eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf í snyrtingu er tilvalin jólagjöf, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 Volare
Vantar þig hugmyndir að einhverju notalegu í jólagjöf? 
Er með ýmsar vörur t.d. ilmsalt í baðið (lavender fyrir slökun eða piparmyntu til að hressa og kæta), freyðibað, nuddhjarta, herravörur, rakakrem sem ver húðina gegn veðri og vindum, nokkrar tegundir af handáburðum og fótakrem, svo eitthvað sé nefnt. 
Skoðaðu úrvalið á facebook eða fáðu sendan bækling. 
Panta kl. 22:00 á sunnudögum, síðasta pöntun fyrir jól verður 16. des. 
Hafðu samband í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

Getum við bætt efni síðunnar?