Auglýsingablaðið

974. TBL 22. janúar 2019 kl. 12:32 - 12:32 Eldri-fundur


Útvarpsmessa í kvöld 23. janúar 
Útvarpsmessa verður tekin upp á Grund miðvikudagskvöldið 23.01.19 kl. 20:00.
Allir hjartanlega velkomnir. 
Sóknarnefndirnar


Sundleikfimi eldri borgara
Sundleikfimin byrjar miðvikudaginn 6. febrúar kl. 15:00.
Nánari upplýsingar í síma 846-3222.


Hrísar í Eyjafjarðarsveit
Vantar þig aðstöðu fyrir ættarmót, afmæli, brúðkaup eða önnur tilefni? Eigum enn nokkrar lausar helgar í sumar á Hrísum. Nánari upplýsingar inná www.rosberg.is eða í síma 820-1107, Rósberg.


Kótelettukvöld á Lamb Inn

Fyrsta kótelettukvöld ársins verður laugardaginn 26. janúar. Norðlenska búðingahlaðborðið á sínum stað.
Miðaverð aðeins 4.700.-
Pantanir í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.


Aðalfundur Kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur Iðunnar verður haldinn 9. febrúar nk. í Laugarborg kl. 11:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Nýjar konur eru ávallt hjartanlega velkomnar.
Stjórnin


Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu!

17. sýning 26. jan. kl. 14:00
18. sýning 27. jan. kl. 14:00
19. sýning 2. feb. kl. 14:00 Minningarsýning
20. sýning 3. feb. kl. 14:00
21. sýning 9. feb. kl. 14:00
22. sýning 10. feb. kl. 14:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is 
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is
Sýningum fer fækkandi.


Jóga á Jódísarstöðum!

Velkomin/n í Jóga Nidra djúpslökun á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 hjá Þóru á Jódísarstöðum 4. Einnig tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa.
Skráning: thorahjor@gmail.com eða sendu mér skilaboð á facebook.
Sat nam, Þóra Hjörleifsdóttir.


Góðan dag
Ég er útskrifaður naglafræðingur og bý hér í sveitinni.
Hef lausa tíma í neglur fyrir þorrablót. Hægt er að panta tíma á facebook-síðunni minni; Gelneglur - Helga Rut eða hafa samband við mig í síma 866-2051 😉
Kveðja, Helga Rut.


Gefðu bóndanum dekur á bóndadaginn!

Snyrtistofan Sveitsæla er með opið mánudaga og miðvikudaga 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-14:00. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis). 
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Danskennsla fyrir fullorðna!

Byrjendanámskeið í dansi að hefjast og einnig fyrir þá sem hafa smá grunn og vilja læra meira (búin með ca. 1-2 námskeið). Kennt verður á þriðjudögum kl. 19:30 og 21:00 í Laugarborg. Þetta verða 8 skipti og við byrjum 5. febrúar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, Vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum. Það er hollt að dansa og hin mesta skemmtun og munið að dansinn lengir lífið 😊
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (á kvöldin).
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?