Auglýsingablaðið

976. TBL 06. febrúar 2019 kl. 10:54 - 10:54 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
528. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. febrúar og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Félag aldraðra

Kæru félagar.
Fimmtudaginn 14. febrúar ætlum við aðeins að breyta til. Mætum í Félagsborg kl. 13:00 og förum í heimsókn í Tónlistarskólann þar sem María Gunnarsdóttir tekur á móti okkur og nemendur syngja fyrir okkur nokkur lög. Þar á eftir verður smá kaffispjall í Félagsborg, þar til Eyþór Ingi organisti Akureyrarkirkju kemur og verður með ljósmyndasýningu.
Mætum sem flest og höfum gaman saman.
Kv. stjórnin.


Aðalfundur Kvenfélagsins Iðunnar

Aðalfundur Iðunnar verður haldinn 9. febrúar nk. í Laugarborg kl. 11:00.
Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Nýjar konur eru ávallt hjartanlega velkomnar.
Hlökkum til að eiga notalega stund saman.
Kv. stjórnin.


Aðalfundur – Kvenfélagið Hjálpin

Hjálpin verður með aðalfund sinn 10. febrúar nk. á Lambinn kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og er áhugasömum velkomið að koma og kynnast starfsemi félagsins.
Kv. stjórnin


Árshátíð miðstigs 2019

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 19:30.
Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum.
Athugið að ekki er posi á staðnum. Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla.


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar

Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 9. febrúar 2019 kl. 10:00 – 12:00. Fundarefni: Framhald af umræðu um álfa, huldufólk og álagabletti og hefja umræðu um greni og grenjaskyttur ef tími vinnst til.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjórn


Kaffihús HÆLISINS verður lokað næstu mánuði. Nú einbeitum við okkur að því að hanna sýninguna sem opnar í vor. Hlökkum til að taka á móti ykkur með hækkandi sól.
B.kv. María.


Sveita-Zumba

Þórunn Kristín Sigurðardóttir zumbakennari ætlar að koma í sveitina til okkar og vera með 4 vikna námskeið á mánudögum. Við ætlum að dansa í Hjartanu á mánudagskvöldum kl. 20:00-21:00. Hittumst í anddyri sundlaugarinnar. Námskeiðið byrjar næstkomandi mánudag 11. febrúar. Verðið er 6.000,- kr. og innheimt í gegnum Ungmennafélagið Samherja.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Rósu Margréti Húnadóttur, sími 692-8355 eða á netfangið samherjar@samherjar.is
Allir hjartanlega velkomnir!


Jóga á Jódísarstöðum!

Velkomin/n í Jóga Nidra djúpslökun á fimmtudagskvöldum kl. 20:0000 hjá Þóru á Jódísarstöðum 4. Einnig tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa.
Skráning: thorahjor@gmail.com eða sendu mér skilaboð á facebook.
Sat nam, Þóra Hjörleifsdóttir.


Folaldasýning Hrossaræktunarfélagsins Náttfara

Folaldasýning Náttfara verður haldin laugardaginn 9. febrúar nk. á Melgerðismelum. Sýningin verður með hefðbundnu sniði og dómari er Eyþór Einarsson, ráðunautur. Sýningin er öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm. Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr. 1.000 fyrir utanfélagsmenn. Einnig er hægt að koma með ungfola á annan og þriðja vetur. Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokk.
Við vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu.
Skráning er á netfangið einar@krummi.is og líkur henni á hádegi föstud. 8. febrúar.
Stjórn Náttfara.


Kjólar til leigu og jafnvel sölu

Er með MIKIÐ af síðkjólum og stuttum kjólum til leigu/sölu. Einnig er hægt að leigja skó með (st. 37-41). Tek líka að mér að sérsauma á konur, karla og börn. Geri aldrei tvær flíkur eins. Notast mikið við endurnýtt efni í bland við nýtt. Svo ef einhverjum vantar tækifærisgjafir þá er ég með mikið og skemmtilegt úrval af vegglistaverkum úr endurnýttu efni. Er MJÖG sanngjörn hvað verð varðar.
Tek einnig að mér viðgerðir á fötum. Endilega geymið auglýsinguna.
Kv. Þrúða S:869-3696 eða egomaniac@simnet.is


Volare vörur fyrir Valentínusardaginn 
Nuddhjarta sem bráðnar við líkamshita og verður dásamleg nuddolía, Dauðahafs ilmsölt í baðið; Lavender, Rosmary mint og Rose lemon, Dauðahafs herbal líkamsskrúbbur með sykur kristöllum o.fl. o.fl. 😉 
Hafðu samband í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

Nýtt Galdranámskeið með Einari Mikael – byrjenda- og framhaldsnámskeið
Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Helgarnámskeið fyrir 6-12 ára, 16.-17. febrúar í Rósenborg, Akureyri. Nýtt námskeið fyrir byrjendur: kl. 11:00 til 12:30, tvö skipti. Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa komið áður: kl. 13:00 til 14:30. Verð 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið. Greiða þarf námskeiðið fyrir fyrsta tíma.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri. Meiri upplýsingar inná www.facebook.com/einarmikael


Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu! – SÍÐUSTU SÝNINGAR
21. sýning 9. febrúar kl. 14:00
22. sýning 10. febrúar kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
23. sýning 16. febrúar kl. 14:00 - LOKASÝNING
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is 
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is

Getum við bætt efni síðunnar?