Auglýsingablaðið

978. TBL 20. febrúar 2019 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

Frá félagi aldraðra
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 21. feb. kl. 13:30 í Félagsborg. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um breytingu á nafni félagsins. Samkvæmt tillögunni verður því breytt í Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
Kaffiveitingar í boði félagsins. Mætum öll.
Stjórnin.


Kæru sveitungar
Eins og kannski sumir vita höfum við undanfarið unnið að því að byggja hænsnahús. Fer nú að líða að verklokum og því langar okkur að bjóða öllum sem áhuga hafa á að koma og skoða föstudagskvöldið 22. febrúar nk. kl. 20:00.
Boðið verður upp á veitingar og karlakór tekur lagið.
Okkur hlakkar mikið til að sjá ykkur sem flest.
Ásta og Arnar Hranastöðum.


Folaldasýning Hrossaræktunarfélagsins Náttfara
Folaldasýning Náttfara verður haldin laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 13:00 á Melgerðismelum.
Sýningin verður með hefðbundnu sniði og dómari er Eyþór Einarsson ráðunautur.
Sýningin er öllum opin jafnt félagsmönnum sem öðrum, félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm. Folöld eiga að koma kl. 11:00 í sköpulagsdóm.
Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Einnig er hægt að koma með ungfola fædda 2016 og 2017.
Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokk.
Við vonum að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu. Skráning með upplýsingum um ætt, lit, ræktanda og eiganda fer fram á netfangið einar@krummi.is. Skráningu líkur á hádegi föstudaginn 22. feb.
Stjórn Náttfara.

 
Messur sunnudaginn 24. febrúar; í Munkaþverárkirkju kl. 11:00 og Kaupangskirkju kl. 13:30. Konu- og biblíudagur.
Sr. Guðmunudur Guðmundsson, héraðsprestur, þjónar Laugalandsprestakalli fram á sumar. Sími hjá honum er 897-3302 og netfang gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. Símatími milli kl. 11:00-12:00 alla virka dag nema föstudaga og viðtöl eftir samkomulagi. Upplýsingar um helgihald og fermingarstarf á vefsíðu prófastsdæmisins: eything.com.


Aðalfundur - Kvenfélagið Aldan/Voröld!
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn verður haldinn á Brúnum 26. febrúar kl. 20:00.
Kaffi og kruðerí í boði og við tökum nýjum áhugasömum konum ávallt fagnandi.
Kv. stjórnin.


Til sölu vegna flutnings aðskiljanleg húsgögn þ.e. hillur, hornskápur úr eik (antik), borðstofuborð (fura) ásamt stólum, garðhýsi (9,2 fm), sláttutraktor (stór og rándýr sirka 450,000).
Bestu kveðjur, Hannes og Svana.


Jóga á Jódísarstöðum!
Dásamlegir Yoga Nidra djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00.
Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit.
Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar.
Velkomin í frían prufutíma.
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306.
Einnig tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa.
Vertu velkomin/n!
Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.


Veldu gjafabréf í dekur á konudaginn !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?