Auglýsingablaðið

979. TBL 27. febrúar 2019 kl. 11:44 - 11:44 Eldri-fundur


Sveitarstjórnarfundur

529. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. mars og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?
Sveitarfélagið í samstarfi við félag eldri borgara kannar nú hverja vanti aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft samband aftur á næstu stigum.
Könnunin varir frá 25. febrúar - 7. mars og er tekið á móti síma milli klukkan 10:00 og 14:00 alla virka daga á tímabilinu.


Skipulagslýsing deiliskipulags
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir erftirtalin verkefni:
Svönulundur í landi Holtsels – íbúðarsvæði fyrir eitt einbýlishús.
Leifsstaðabrúnir – íbúðarsvæði fyrir þrjú einbýlishús.
Kotra í landi Syðri-Varðgjár – íbúðarsvæði fyrir sex einbýlishús.
Lýsingarnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 26. febrúar 2019 til og með 12. mars 2019. Lýsingarnar verða einnig aðgengilegar á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til þriðjudagsins 12. mars 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.


Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 4. mars í Grundarkirkju kl. 11:00.
Í ár er dagurinn tileinkaður umhverfinu og réttlætismálum.
Yfirskriftin er fengin úr barnasálminum "Frá Guði er líf mitt“.
Væntanleg fermingarbörn taka þátt í stundinni.
Kórinn syngur létta söngva undir stjórn Daníels Þorsteinsson.
Prestur: Sr. Guðmundur.
Góð og notaleg stund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna.


Munkaþverársókn
Aðalfundur Munkaþverárkirkju verður haldinn á Rifkelsstöðum (Gunnar og Vala) þann 6. mars 2019, kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosið verður í kjörstjórn fyrir væntanlegar prestskosningar sem fara fram á árinu.
Sóknarnefndin


Kæru sveitungar
Á næstu dögum munum við nemendur í 10. bekk koma og bjóða upp á klósett- og eldhúspappír. Einnig verðum við með til sölu reyktan gæðasilung úr heimabyggð. Flökin eru vakúm-pökkuð og kostar kílóið 5.000 krónur. Við erum afar þakklát fyrir hvað þið styðjið vel við bakið á okkur og vonum að svo verði áfram.
Kær kveðja, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.


Tún til slægna
Erum með tún til afnota.
Upplýsingar í síma: 899-4125.


Gestgjafar Volare „græða á tá og fingri“ í mars 😉
Bókaðu kynningu og vertu gestgjafi eina kvöldstund.
Hver kynning tekur 1-2 klst. og boðið er upp á handadekur.
Nánari upplýsingar í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.


Við efnum til saltkjötshlaðborðs skv. venju á sprengidag 5. mars nk.
Í boði verður gómsætt saltkjöt og baunir ásamt meðlæti auk gamaldags búðinga í eftirrétt.
Athugið að hægt er að panta og sækja til okkar.
Verð kr. 3.500 pr mann, 50% fyrir börn 10 ára og yngri.
Opið frá kl. 18:00-20:30. ATH. að nauðsynlegt er að panta í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.


Dekraðu við sjálfan þig !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað 6., 7. og 8. mars.
Mánudaginn 11. mars opnum við aftur eins og venjulega:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.

Getum við bætt efni síðunnar?