Auglýsingablaðið

981. TBL 14. mars 2019 kl. 10:25 - 10:25 Eldri-fundur

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. 
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. 
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. 
Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. 
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2018. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 601 Akureyri.


Ungmennafélagið Samherjar
boðar til aðalfundar 18. mars kl. 20:00 í Félagsborg, hefðbundin aðalfundarstörf. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni 2 dögum fyrir aðalfund.
Við hvetjum alla áhugasama sveitunga um íþrótta- og æskulýðsstörf sveitarinnar að mæta. Tveir stjórnarmenn munu láta af störfum og tveir varamenn. Þeir sem vilja kynna sér stjórnarstörf félagsins og/eða bjóða sig fram eru beðnir um að hafa samband við formann í síma 693-6524 eða samherjar@samherjar.is. Einnig má kynna framboð á aðalfundi.
Með kveðju, stjórn Umf. Samherja. 


Jóga á Jódísarstöðum!

Liðkandi - styrkjandi og slakandi KUNDALINI YOGA tímar á fimmtudögum kl. 17:30-18:45. Örfá pláss laus. Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.400 kr. 10 tímar. Velkomin/n í frían prufutíma.
Dásamlegir YOGA NIDRA djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00-21:00. Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma. Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306. Tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að koma í Yoga Nidra tíma. Hámark 10 í hóp.
Vertu velkomin/n! Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.


Ágætu sveitungar í Laugalandsprestakalli
Næstkomandi sunnudag, þann 17. mars, kveðjum við sóknarprestinn okkar sr. Hannes Örn Blandon og frú Svanhildi Björnsdóttur, með kaffi og kórsöng í Laugarborg kl. 15:00-17:00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarnefndirnar


Saurbæjarsókn
Aðalfundur sóknar Saurbæjarkirkju verður haldinn í Gullbrekku föstudaginn 22. mars kl. 10:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa þarf að kjósa fulltrúa í kjörnefnd og ræða ýmsar breytingar sem framundan eru. Glæsilegar kaffiveitingar að vanda.
Sóknarnefndin


Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Víðigerði miðvikudaginn 27. mars kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin

Getum við bætt efni síðunnar?