Auglýsingablaðið

985. TBL 10. apríl 2019 kl. 11:48 - 11:48 Eldri-fundur


Verkefnið – Grænir fingur

Eignasjóði Eyjafjarðarsveitar vantar einstakling með græna fingur/reynslu af garðvinnu, til að vinna í beðum á skólalóðinni í ca. tvær vikur í júní. 
Nánari upplýsingar hjá Elmari í síma 891-7981.


Lumar þú á fallegum myndum úr Eyjafjarðarsveit?

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar er nú í óða önn við að undirbúa opnun nýrrar heimasíðu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Við leitum nú til okkar frábæru íbúa eftir myndefni.
Ef þið lumið á fallegum myndum úr sveitarfélaginu af náttúru, mannlífi eða dýrum þá þætti okkur vænt um að fá að nota þær á heimasíðunni.
Þeir sem áhuga hafa á að senda okkur myndir geta sent okkur þær á esveit@esveit.is


Sumarstarf í heimaþjónustu
Laust er til umsóknar sumarstarf í heimaþjónustu. Um er að ræða 60% starf frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst. Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið fer í páskafrí mánudaginn 15. apríl og opnar aftur þriðjudaginn 23. apríl. Það verður líka lokað á sumardaginn fyrsta 25. apríl en annars er opið eins og venjulega:
Mánudaga frá 10:30-12:30 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá 10:30-12:30 og 16:00-19:00.
Miðvikudaga frá 10:30-12:30 og 16:00-19:00.
Fimmtudaga frá 10:30-12:30 og 16:00-19:00.
Föstudaga frá 10:30-12:30.
Nú er vorið á næstu grösum og um að gera að skoða hvað bókasafnið hefur upp á að bjóða í sambandi við garða og gróður.
Mikið úrval bóka og tímarita til útlána og einnig til að skoða á staðnum. Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga.


Danssýning
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara.
Allir eru hjartanlega velkomnir.


Aðalfundur Möðruvallarsóknar verður haldinn á Hríshóli 2, föstudaginn 12. apríl kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf.
Sóknarnefndin


Aðalfundur fjárræktarfélaganna í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í Funaborg mánudaginn 15. apríl kl. 20:00.
Eyþór Einarsson kemur og fer yfir niðurstöður síðasta árs og fl.
Súpa verður í boði.
Fjárræktarfélagið Freyr og fjárræktarfélag Öngulsstaðarhrepps.


Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjörg 2019 verður haldinn fimmtudagskvöldið 25. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20:30 í Dalborg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta. Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.


Álfagallerýið að Teigi
Opið verður í vinnustofu minni helgina 13. og 14. apríl frá kl. 13:00-17:00.
Verð með taðreyktan silung, prjónavörur og ýmsar vörur.
Heitt á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. er ekki með posa.
Páskaopnun auglýst síðar.
Gerða


Hagyrðingakvöld í Laugarborg, miðvikudaginn 17. apríl kl. 20:00.
Karlakór Eyjafjarðar syngur nokkur lög. Kaffi og kleinur í boði.
Stjónandi: Birgir Sveinbjörsson. Hagyrðingar: Pétur Pétursson, Reynir Hjartarson, Ósk Þórhallsdóttir, Hallur Birkir Reynisson og Jóhannes Sigfússon. Miðaverð 3.500,-kr. selt við innganginn.
ATH. engin posi, ekki tekið við greiðslukortum.


Dekraðu við sjálfan þig fyrir páskana og pantið tímanlega !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Jóga á Jódísarstöðum!
Síðustu jógatímar vetrarins verða:
Miðvikudaginn 10.04. kl. 20:30 – Bændajóga
Fimmtudaginn 11.04. kl. 17:30 – Kundalini jóga
Fimmtudaginn 11.04. kl. 20:00 – Jóga nidra djúpslökun
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306.
Þakka fyrir nærandi og skemmtilega samveru í vetur og hlakka til að jógast með ykkur aftur næsta haust.
Vertu velkomin/n! Kv. Þóra kundalini- og jóga nidra kennari.

Getum við bætt efni síðunnar?