Auglýsingablaðið

898. TBL 07. maí 2019 kl. 12:40 - 12:40 Eldri-fundur

Frá Félagi eldri borgara
Nú er uppselt í sumarferðina okkar þann 1.-4. júní nk. Kostnaður á mann verður 80.000 kr. og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 20. maí. Nánari upplýsingar hjá Reyni í síma 862-2164, Ólafi í síma 894-3230 eða Jófríði í síma 846-5128.
Nefndin.

Laus er 50% staða organista og kórstjóra í Eyjafjarðarsveit, Laugalandsprestakalli, frá og með 1. október 2019
Sóknarnefndir í Laugalandsprestakalli óska eftir að ráða organista og kórstjóra sem þjónustar fimm kirkjur. Sameiginlegur kór fimm sókna telur 40 manns og er starf hans fjölbreytt og metnaðarfullt. Um er að ræða 50% starf. Óskað er eftir að viðkomandi hafi kirkjutónlistarmenntun, reynslu af tónlistarstarfi við kirkju, hafi leiðtogahæfileika og geti unnið með breiðum aldurshópi.

Í Grundarkirkju er sérsmíðað sjö radda pípuorgel smíðað árið 2014 af hollenska orgelsmiðnum Klop. Kirkjukórinn æfir í tónlistarhúsinu Laugarborg. Fjölbreytt tónlistarstarf fer fram í sveitinni. Fyrir utan kirkjukórinn er þar starfræktur karlakór og öflugt tónlistarstarf er einnig innan veggja bæði Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar en þeir eru í góðu samstarfi. Miklir möguleikar eru á starfi við kennslu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Nánari upplýsingar veita formaður Möðruvallarsóknar, Guðmundur Óskarsson í síma 894-5759 eða gso72@simnet.is, og formaður Grundarsóknar, Hjörtur Haraldsson í síma 894-0283.

Umsóknum ásamt námsferilsyfirliti, afritum af prófskírteinum, upplýsingum um starfsreynslu og meðmælum skal skila til formanns Möðruvallarsóknar á netfang gso72@simnet.is. Laun eru greidd skv. kjarasamningi FÍH. Umsækjendur skulu einnig fylla út eyðublað sem hægt er að nálgast á slóðinni:
https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
Umsóknarfrestur er til 3. júní 2019.
Sóknarnefndir Grundarkirkju, Hólakirkju, Munkaþverárkirkju, Möðruvallarkirkju og Saurbæjarkirkju.


Aðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar verður haldinn á Lambinn á Öngulsstöðum, mánudaginn 13. maí kl. 20:00.
Dagskrá.
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Kosningar
4. Önnur mál
Stjórnin.


Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar

Kvenfélagið Iðunn verður með sinn árlega vorfund þann 11. maí, kl. 11:00 í Laugarborg.
Dagskrá fundarins hefur verið send Iðunnarkonum í bréfpósti.
Léttar veitingar, happdrætti og skemmtilegheit. 
Nýjar konur ávallt velkomnar.
Minnum á facebooksíðu Iðunnar
Stjórnin.


Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða í Laugarborg laugardaginn 11. maí,
kl. 20:30. Flutt verða lög úr ýmsum áttum.
Einsöngvarar: Margrét Árnadóttir, Engilbert Ingvarsson, Stefán Markússon og Jóhann Einar Óskarsson. Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Hljómsveit: Brynleifur Hallsson gítar, Eiríkur Bóasson bassi, Árni Ketill Friðriksson trommur og Valmar Valjaots píanó.
Miðaverð 3.500,- kr. Miðar seldir við innganginn.
ATH. ekki er posi á staðnum = ekki tekið við kortum.


Snyrtistofan Sveitasæla
Dekraðu við fæturna fyrir sumarið og fáðu 15% afslátt af fótsnyrtingum í maí 😊 Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður upp á allar helstu snyrtimeðferðir. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð á Facebook.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri 😊 Þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15.00.
Tímapantanir í síma 833-7888, kl. 9:00-17:00 á daginn.
Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Reiðskólinn í Ysta-Gerði – Reiðnámskeið sumarið 2019
Reiðnámskeiðin eru fyrir börn 6-14 ára, bæði byrjendur og lengra komna. Reiðkennarinn skiptir börnunum í hópa eftir getu til að tryggja að allir fáir verkefni við sitt hæfi. Börnin þurfa að koma vel klædd og með nesti.
11.-14. júní, kl. 9:00-13:00
24.-27. júní, kl. 9:00-13:00
15.-18. júlí, kl. 9:00-13:00
29.-1. ágúst, kl. 9:00-13:00
13.-16. ágúst, kl. 9:00-13:00
Verð: 29.000 kr.
Skráning: ystagerdi@simnet.is
Skráningin er bindandi.


Kaffihús HÆLISINS verður opið kl. 14:00-18:00 um helgar í maí! Stefni svo að opnun sýningar um sögu berklanna 1. júní og þá verður opið daglega kl. 11:00-18:00.
Hjartanlega velkomin.
María Pálsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?