Auglýsingablaðið

994. TBL 12. júní 2019 kl. 14:27 - 14:27 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
533. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. júní og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Kvennahlaupið laugardaginn 15. júní klukkan 11:00
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 30. sinn í ár. Slagorðið í ár er „Kvennahlaup sem skiptir máli“. Kvennahlaupið höfðar til allra þar sem hægt er að velja um mislangar vegalengdir og engin tímataka er í hlaupinu.
Það er um að gera að koma tímanlega og setja sig í stellingar því að engin önnur en okkar eigin Elín danskennari ætlar að hita okkur upp í léttum dansi sem hefst klukkan 10:30. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni klukkan 11:00. Hlaupið verður sem leið liggur frá Íþróttamiðstöðinni til norðurs eftir gangstéttinni og inná útivistarstíginn. Um tvær vegalengdir verður að velja: 2,5 km og 5 km.
Að hlaupi loknu fá þátttakendur frítt í sund.
Bolirnir eru komnir og verður hægt að kaupa þá í Íþróttamiðstöðinni fram að hlaupi, kr. 2.000,- fyrir 13 ára og eldri en 1.000,- fyrir 12 ára og yngri.
Með von um að sjá ykkur sem flest.
Íþrótta- og tómstundanefnd og starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.


Umhverfisdagur 15. júní
Í tilefni af umhverfisdeginum laugardaginn 15. júní, ætlar umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar að grilla pylsur við Hrafnagilsskóla frá kl. 14:00 til 16:00.
Við viljum gjarnan hitta sem flesta íbúa sveitarinnar við grillið og fá hugmyndir og umræður hvernig við getum í sameiningu gert betur í umhverfismálum.
Gámasvæðið verður að vanda opið frá kl. 13:00 til 17:00.
Umhverfisnefndin


Kæru sveitungar
Í vetur hafa borist til skólans heilmikið af alls kyns garni og efnisafgöngum.
Þessar gjafir hafa komið sér vel og munu nýtast áfram í kennslunni í textílmennt.
Kærar þakkir og sumarkveðjur,
Katrín Úlfarsdóttir, textílkennari í Hrafnagilskóla.


Bæjarkeppni Funa
Bæjarkeppni Funa verður haldin mánudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum. Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast:
•Pollaflokkur
•Barnaflokkur
•Unglingar
•Ungmenni
•Kvennaflokkur
•Karlaflokkur
Pylsur, gos ofl. verður til sölu á staðnum.
Allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi

Getum við bætt efni síðunnar?