Auglýsingablaðið

995. TBL 19. júní 2019 kl. 12:59 - 12:59 Eldri-fundur


Gróður við vegi og gatnamót

Sveitarstjóri bendir landeigendum á að huga að gróðri sem mögulega blindar sýn við vegi og gatnamót.


Uppspretta á Lamb Inn – spennandi matarviðburður

Föstudaginn 21. júní mun bandaríski matreiðslumaðurinn Matt Wickstrom, yfirmatreiðslumaður á Fimbul restaurant í Portland Oregon, bjóða upp á óvissumatarferð á Lamb Inn. Mun hann nýta sér þau hráefni sem eru á matseðli Lamb Inn í dag og búa til þriggja rétta veislu á sinn hátt. Fimbul restaurant sérhæfir sig m.a. í íslenskri matargerð og heldur reglulega viðburði með íslenskum matseðli. Matt til aðstoðar verður Baldvin Stefánsson matreiðslumaður.
Verð aðeins kr. 6.900 fyrir manninn. Innifalið er þriggja rétta máltíð og jafnvel eitthvað óvænt. Nauðsynlegt er að panta borð á viðburðinn í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.


Bæjarkeppni Funa

Bæjarkeppni Funa verður haldin mánudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum. Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast:
•Pollaflokkur
•Barnaflokkur
•Unglingar
•Ungmenni
•Kvennaflokkur
•Karlaflokkur
Pylsur, gos ofl. verður til sölu á staðnum. Allir velkomnir. Hestamannafélagið Funi.


Snyrtistofan Sveitasæla

Sumarlokun verður 22. júní-6. júlí, lokað verður á föstudögum í júlí.
Farið inn á facebook síðu snyrtistofunnar og sendið mér skilaboð ef þið viljið tíma strax eftir sumarlokun.
Snyrtistofan Sveitasæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inn á facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.

Er með hágæðavörur frá Comfort Zone til sölu, hreinsivörur fyrir andlit, dagkrem o.fl. Er með opið mánudaga kl. 12.00-18.00, þriðjudaga 9.00-16.00, miðvikudaga 12.00-18.00 fimmtudaga 9.00-16.00 og föstudaga 9.00-15.00 (lokað á föstudögum í júlí). Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Eftir kl. 17.00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari


Volare - snyrtivörur
😊
Stakar pantanir, bæklingar og/eða bókanir fyrir heimakynningar í síma 866-2796. Vörulisti á facebook Hrönn Volare.

Til leigu er 170 fm, 5 herbergja hús í Hrafnagilshverfinu í 9 mánuði til 1 árs frá hausti 2019. Húsið sem stendur á fallegum, kyrrlátum stað leigist með búslóð.
Upplýsingar í símum 462-7034, 859-5366, 846-2864.

Getum við bætt efni síðunnar?