Auglýsingablaðið

1017. TBL 20. nóvember 2019

Sveitarstjórnarfundur
539. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. nóvember og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Messa í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 13:00

Verið öll velkomin í Saurbæjarkirkju nk. sunnudag kl. 13:00. 
Kór Laugalandsprestakalls gleður okkur með fallegum söng og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Sóknarnefnd býður kirkjugestum til kaffisamsætis að hætti Hjálparinnar að messu lokinni í Sólgarði. 

Samveru sunnudagaskólans hefur verið frestað til sunnudagsins 8. desember. 
Þann dag verður aðventustund yngstu barnanna sem verður betur auglýst síðar.


Félag eldri borgara auglýsir JÓLAHLAÐBORÐ í mötuneyti Hrafnagilsskóla
laugardaginn 30. nóvember kl. 19:00, húsið opnað kl. 18:30. 
Allir koma með lítinn jólapakka, góða skapið og kr. 6.000. 
Ath. enginn posi. 
Látið vita um þátttöku fyrir 26. nóvember til Þuríðar 463-1155/867-4464 eða til Völu 463-1215/864-0049. Skemmtinefnd.


Verið velkomin í Laugarborg á Fullveldisdaginn!

Þjóðháttafélagið Handraðinn ásamt Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar verður með kaffihlaðborð í Laugarborg á Fullveldisdaginn 1. desember. 
Það verður þjóðlegt með kaffinu, þjóðbúningar verða til sýnis, handverksfólk að störfum og nemendur Tónlistarskólans koma fram. Húsið opnar kl. 14:00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir öll börn á grunnskólaaldri og þá sem koma í þjóðbúning! Kaffihlaðborð kostar 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára. Frítt fyrir þau yngstu. 

 

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Ull verður sótt í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 27. nóvember. 
Svo hægt sé að skipuleggja flutningana sem best eru þeir bændur sem verða tilbúnir með ull beðnir um að hafa samband við Rúnar í s:847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, Bigga í Gullbrekku í s:845-0029 eða Hákon á Svertingsstöðum í s:896-9466 eða á netfangið konnisvert@gmail.com. 
Munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Skráningarblað verður að fylgja ullinni við afhendingu á bíl. Byrjað verður á Halldórsstöðum að morgni og kl. 14:00 verður bíllinn staðsettur við Svertingsstaði.


Jólamarkaður í Holtseli!

Við minnum á árlegan jólamarkað okkar í Holtseli, sem verður að þessu sinni dagana 7.-8. desember. Enn örfá pláss laus fyrir áhugasama sem vilja kynna/selja vörur sínar eða þjónustu. 
Nánari upplýsingar á Facebook síðu Holtsels eða á holtsel@holtsel.is


Jólamarkaður laugardaginn 30. nóv. kl. 12:00-17:00 í Laugarborg

Vinnustofa Gerðu, Urtasmiðjan, Aldörk og Laufey saumar, Handverk og hönnun–astast, Sigríður Sólarljós seiðkona með töfra og fegurð í bland, handverk úr við úr Vaglaskógi, kerti, glervörur, hekl, prjón og postulín, laufabrauð og annað brauð, barna- og kvenfatnaður, pokar, töskur, púsl í formi Íslands, vegglistaverk úr vinyl og ýmislegt fleira notað og nýtt.
Lionsklúbburinn Sif verður með veitingasölu. Ath. enginn posi. Allur ágóði rennur í styrktar- og líknarsjóð.


Kynningarkvöld 27. nóvember kl. 20:00 í Félagsborg
Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit býður áhugasömum konum á öllum aldri á kynningarfund klúbbsins miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í Félagsborg. Kaffi, te og léttar veitingar. 
Hlökkum til að sjá ykkur, Lionsklúbburinn Sif.


Jólafundur Kvenfélagsins Iðunnar verður fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 í Laugarborg.
Mætum í jólaskapi og eigum notalega stund saman.
Minnum á bögglaskiptin.
Nýjar félagskonur velkomnar.
Stjórnin.


Snyrtistofan Sveitasæla – Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum
Tímapantanir fyrir jólin eru byrjaðar og eru fáir tímar lausir í síðustu vikunni fyrir jólin!!! Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf í jólapakkann og við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. 

Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu

SÍÐUSTU SÝNINGAR

11. sýning 22. nóv. kl. 20:00

12. sýning 23. nóv. kl. 20:00

13. sýning 30. nóv. kl. 20:00

14. sýning 7. des. kl. 20:00  LOKASÝNING

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is


Psssssst – í undirbúningi er „Syngdu með“ viðburður 29.11.19 kl. 21:00-23:00 í Laugarborg. Nánar auglýst í næsta blaði.

 

Getum við bætt efni síðunnar?